Úrval - 01.06.1952, Síða 60
58
ÚRVAL
smiðja í Portsmouth; einu og
einu hári af augnabrúnum og
augnahárum var komið fyrir
og tók það verk margar vikur.
Og árangurinn er fábjáni, sem
starir glaseygður út í fjarsk-
ann.
Ástæðan til þessa er að mínu
áliti augljós. Til þess að gera
góða eftirlíkingu af einhverjum,
verður að víkja ögn frá fyrir-
myndinni. Líkingin fæst ein-
mitt með örlitlum ýkjum. Sér-
hver listamaður bekkir af eðlis-
boði þennan sannleika. Hann
sýnir heild persónuleikans, sem
er alltaf ýkjumynd af fyrir-
myndinni á ákveðinni stundu.
Fyrstu ljósmyndararnir, sem
flestir voru úr hópi listmálara,
vissu þetta einnig. Þeir létu
þann sem mynda átti „stilla
sér upp“ (posieren), þ.e.a.s. þeir
gáfu honum tækifæri til að setja
upp svip, sem var samkemba
þeirra mörgu svipbrigða er and-
lit hans átti til. Þeir kölluðu það
,,höfuð“. Það var réttnefni.
Þessar gömlu ljósmyndir eru
frábærar, og þær eru það ein-
mitt af því að þær lýsa ástandi.
Nútímaljósmyndarar skilja
þetta ekki. Þeir vilja ná sér-
stökum svip. „Hlægið þér,“
segja þeir. „Lítið þér til hliðar.“
Þeir hvetja þann sem mynda á
til að vera eins og hann á að sér.
„Talið þér, látið eins og þér
vitið ekki neitt um neitt!“ Út-
koman verður svo mynd af
manni sem ekki veit neitt um
neitt! Við sjáum andlit, sem
einmitt hafði verið að hlæja,
og munn, sem einmitt hafði
verið að segja eitthvað. Við
sjáum svokallaða augnabliks-
mynd. Við sjáum aldrei andlit
í hvíldarástandi. „Að vísu,“
segja Ijósmyndararnir, „en and-
lit eru aldrei þannig. Við vilj-
um fá fram eitthvað „náttúr-
legt“. eitthvað úr ,,lífinu“. eins
og það raunverulega er.“ And-
lit í hvíld er tálmynd, segja
þeir, því að í veruleikanum er
mannsandlitið sífellt að breytast
úr einum svip í annan. Það er
rétt, en það er einmitt þessi
tálmynd sem máli skiptir, því að
hún er summan af öllu hinu
sundurleita. Hún skapar eins-
konar jafnvægi úr verðandinni.
Þegar Madame Tussaud
gerði vaxmyndina af Napóleon,
með höndina í vestisbarminum
og starandi fram fyrir sig með
sambland af kulda og angur-
værð í svipnum, sýndi hún ekki
Napóleon eins og hann leit út
á ákveðinni stundu við morgun-
verðarborðið. Hún gaf okkur
samkembu alls þess sem Napó-
leon var — hins eina Napóleons
sem sagan viðurkennir, þannig
að allir finna: þetta er hann.
Þetta sést einkar vel ef við
athugum ljósmynd af veð-
hlaupahesti. Sá sem skoðar
gamla, enska koparstungu af
ríðandi veiðimanni, sér í sann-
leika hlaupandi hest, sem svífur
yfir græna grundina. En sá sem
skoðaði ljósmynd af hestinum,
sem tekin væri á sama auga-