Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 45
SLANGAN í SVEFNPOKANUM
61
að reyna meiri reyk. Hann leit
til hliðanna sitt á hvað, og gaf
þannig til kynna neitun sína.
Ég óskaði þess, að ég gæti
þurrkað A1 í framan. Við vorum
allir gegnvotir af svita í þess-
um frumskógaofni. Jafnvel páfa-
gaukarnir og' aparnir höfðu
þagnað, þegar hitinn jókst.
Að skjótn slönguna! Hvers
vegna hafði mér ekki dottið það
fyr í hyg? Ég skýrði A1 frá þess-
ari hugmynd með látbragðaleik.
Augu hans leiftruðu núna. Nei!
Ég skildi ofurvel ástæðuna fyrir
neitun hans og skammaðist mín.
Hvernig gat ég vitað, hvar höf-
uð slöngunnar var? Það yrði
nauðsynlegt að skjóta burt víg-
tennur hættulegrar eiturslöngu
ásamt tannrótinni. Ég hafði séð
afskorin höfuð slíkra eitur-
slangna engjast og eitrið halda
áfram að spýtast út um opna
tönnina.
Indíáninn læddist burt og
lcom aftur með skordýraprengju.
A1 virti hana fyrir sér. Það
myndi heyrast hvæsandi hljóð
í henni, þegar henni yrði skotið,
en ekkert gæti staðizt hið beiska
efni. A1 starði á mig. Skyndilega
gaf hann jáyrði með augnaráði
sinu. Ég hélt skordýraprengj-
unni i um 18 þumlunga fjar-
lægð frá pokanum til þess að
draga úr hávaða hins hvæsandi
hljóðs, og svo þrýsti ég á hnapp-
inn. Slangan hreyfðist sam-
stundis. Efni sprengjunnar
hafði ekki komizt ofan í pok-
ann, en hið hvæsandi liljóð hafði
likzt hljóði þvi, sem slöngur
gefa frá sér. Við þorðum ekki
að reyna slíka sprengju aftur.
Nú var sólin að nálgast há-
degisstað sinn. Við höfðum ver-
ið að reyna að hjálpa A1 í sex
stundir samfleytt. Oft varð hann
að loka augunum, þegar saltur
svitinn rann ofan í þau, svo að
sveið undan. Það var að draga
úr honum allan mátt. Ég gat
séð það á andliti hans. Ég leit
þakklátum augum til tjalddúks-
ins, sem strengdur var yfir
svefnpokanum til varnar regni.
Að minnsta kosti veitti dúlcurinn
A1 svolitla forsælu. Svefnpokinn
hlýtur að hafa verið eins og gló-
andi ofn.
Skyndilega minntist þreyttur
heili minn nokkurs, sem A1 hafði
sagt mér um háttalag slagnanna:
„Slöngur eru með köldu blóði.
Likamshiti þeirra er kominn
undir umhverfinu. Ef um ofsa-
hita er að ræða, hitna þær eins
og járnstengur í eldi, og ef eld-
heit hitabeltissólin skin beint á
þær i hálftíma, drepast þær.“
Nú vissi ég, hvað við áttum
til bragðs að taka, en slíkt liefðí
í för með sér, að við yrðum að
bæta á þær næstum óþolandi
kvalir, sem A1 hafði þegar orðið