Úrval - 01.03.1963, Qupperneq 54
70
Læknir skoðaði hana og sagði,
að það væru litlir möguleikar
til þess, að hún fengi sjón aftur
á særða auganu. Nú var hún
næstum fullvaxin, og fóðrun
hennar varð töluvert vandamál.
Matarlyst hennar óx, eftir því
sem heilsan batnaði. Hún þurfti
30—40 pund af nýjum fiski á
dag, og það varð að skera fisk-
ana í litla bita og mata hana úr
lófa, því að hún gat ekki fund-
ið bitana, sem hún missti í
sjóinn.
Fiskimennirnir við flóann
komu allir til hjálpar og lögðu
fram ýmsar tegundir af fiski.
En stundum var veiðin léleg, og
það var erfitt að halda afgangs-
fiskinum óskemmdum á hinum
heitu, gullnu haustdögum.
Hugrekki hennar í myrkrinu,
er umlukti hana, hafði einnig í
för með sér annað vandamál.
Hún tók að flækjast lengra og
lengra frá landi, þótt hún væri
blind. Van Rict varð sífellt að
kalla í hana i gjallarhorninu til
þess að fá hana uær landi. Hann
vissi, að kæmist hún út fyrir
sjálft hafnarmynnið, myndi hún
aldrei rata þangað inn aftur. ef
það breytti um vindátt. Þá biði
hennar ekkert nema hægfara
hungurdauði, nema hákarlarn-
ir yrðu fyrri til og rifu hana i
sig.
Hafnarstjórinn ræddi við
dýraverndunarfélagið viðvíkj-
andi þessu vandamáli og fékk
þau svör, sem hann hafði búizt
við. Jackie svaraði því kalli van
Riets í síðasta sinn að kvöldi
ánægjulegs dags. Þann daginn
hafði hún fengið margan lost-
ætan bitann.
Hún synti í áttina til hans, og
það brá fyrir gömlu glettninni
og gleðinni í svip hennar að
nýju. Hún stanzaði nokkrum
fetum frá útréttri hönd hans, því
að hún hafði nú þroskað með
sér furðulega hæfni til þess að
dæma um fjarlægðir mcð hjálp
raddar hans.
Hún skreið í land og stefndi
á hann. Hann rétti fram hönd-
ina, og næmir kampar hennar
titruðu, þangað til þeir tóku að
strjúka fingur hans.
„Tot siens, Jackie,“ sagði
hann. „Tot siens.‘c
Hann lokaði augunum, ýtti á
gikkinn. Þegar skotið kvað við,
þutu mávarnir upp i loftið með
skræku, óttablöndnu hljóði. Jac-
kie hné út af við fætur honum.
Hann stakk á sig byssunni og
tók hana upp í fang sér. Hún
var eins þung og fullvaxin kona.
Síðan staulaðist hann með hana
að gröfinni, sem hann hafði
grafið handa henni í garðinum
sínum nálægt höfninni, sem
henni hafði þótt svo vænt um.