Úrval - 01.03.1963, Side 59
75
RISALEIÐSLTJR UM ÚRAVEGU
frara á veginn til þess dags, þeg-
ar hægt verður að flytja með
risaleiðslum næstum allar þær
vörur, sem flytja þarf í töluvert
miklu magni staða á milli. Þeir
nefna ýmsar ástæður fyrir þessu
áliti sinu. Einn kosturinn er sá,
að þannig eru mögulegir stöðug-
ir, látlausir flutningar vörunnar,
en slikt tryggir jafna og algerlega
örugga afgreiðslu og dregur úr
umhleðslu- og geymslukostnaði.
Annar kosturinn er sá, að mjög
er auðvelt að innleiða sjálfvirkni
við slíka flutninga, en slikt dreg-
ur úr vinnulaunakostnaði og
tryggir öruggari afgreiðslu.
Vegna hinnar nýju tækni er nú
hægt að flytja ýmsar vörutegund-
ir í sömu leiðslunum, allt frá
brennslumiklu bensíni til stein-
oliu, þannig að e-in vörutegundin
fylgir á eftir annarri á ferða-
laginu eftir leiðslunum. Með
hjálp nákvæmra tækja, sem skýra
frá eðlisþyngd vörutegundarinn-
ar, en á því má þekkja, um hvaða
vörutegund er að ræða, vita
starfsmem; hinna ýmsu stöðva á
leið leiðslanna, hvenær olíuteg-
und frá vissu olíufélagi rennur
fram hjá stöð þeirra. Þyngdar-
mismunur, ásamt stjórn á þrýst-
ingi og hraða dælingarinnar verð-
ur hvort tveggja til þess, að vöru-
tegundirnar munu alls ekki
blandast saman.
Með innleiðslu sjálfvirkninnar
í flutningakerfi þessu og núver-
andi tækniframfara í flutningum,
getur einn maður, sem situr við
stjórnborð örbylgjuútvarpsstöv-
ar flutningakerfis, t. d. i Tulsa í
Oklahomafylki, stjórnað rennsli
fljótandi propane-petroleum-gass
á hinni 2000 milna löngu leið
þess frá New Mexicofylki til
Wisonsinfylkis eða Minnesota-
fylkis.
Við slík stjórnborð í fjöl-
mörgum miðstöðvum olíu- og gas-
flutningakerfa þurfa starfsmenn-
irnir aðeins að ýta á hnapp og
setja þannig í gang fjölda af dæl-
um og lokum, sem eru mörg
hundruð milur í burtu. Mælingu
á rennsli, þrýstingi og ýmsu öðru,
sern snertir örugga og hagkvæma
nýtingu risaleiðslnanna, er hægt
að skrá i stöð, sem er óravegu i
burtu, og síðan má senda þær
upplýsingar til ýmissa stöðva til
samanburðar og úrvinnslu. Oft er
slíkt gert með hjálp rafeinda-
heila.
Þróun ratsjártækninnar og ör-
bylgjufjarskipta hefur ýtt undir
notkun fjarstýrða stöðva og
tækja, vegna þess að slíkar að-
ferðir eru miklu öruggari en tal-
síma- og ritsímaleiðslur, sem geta
orðið fyrir skakkaföllum vegna
veðurs. Rafeindaheilar eru líka
notaðir til þess að skipuleggja
lagningu nýrra leiðslna. Sjá þeir
um útreikning á efni og 'tækjum,