Úrval - 01.03.1963, Síða 70
86
Ú R VA L
ist til þess skips síSan,“ segir
stundum í gömlum sögum. „Þeg-
ar Brennu-Flosi var orðinn gam-
all, fór hann utan að sækja sér
skálavið. Hann varð síðbúinn
heim. Menn ræddu um, að vont
væri skip hans. Flosi sagði vera
ærið gott gömlum og feigum og
sté á skip sitt og lét í haf —• og
hefur til þess skips aldrei spurzt
siðan.“
Á hinum stærri býlum virðast
langhúsin, skálarnir hafa verið
ráðandi talsvert lengi frameftir,
en þar kom, að timbrið þvarr
ig millilandasiglingar minnkuðu
og að erfiðara varð að komast
yfir byggingarefni. Mætti vel
hugsa sér, að það hafi orðið or-
sök þess, að byggingarmátinn
hlaut að breytast. Þegar svo að
segja varð ókleift að reisa stór-
ar bygg'ingar, þá varð auðvitað
að komast af með minni hús,
sem voru þá byggð hlið við hlið
með veggjum úr grjóti og torfi.
Þá komu bæirnir, með mörgu
burstunum fram á hlaðið og bæj-
arsundunum, til sögunnar. Þeir
urðu til af naðsyn og nægjusemi
og voru tíðum mjög frumstæðir
og jsað svo, að furða má heita,
að þjóðin skyldi halda lífinu í
þeim. En einkennilega vel fóru
þessir bæir oft landslaginu, voru
eins og lifrænn hluti af landinu
sjálfu, grjótið og torfið í veggj-
unum, en gróandi grasið og
blómjurtir á þökunum og í bæj-
arsundunum. Oft voru berir
moldarveggirnir að innan og
moldargólf í húsunum og stund-
um helhiþök yfir. Var ekki að
undra, þó að útlendir menn, sem
komu í slík húsakynni hér á
fyrri öldum, héldu því fram, að
íslendingar byggju í moldarkof-
um.
Misjafnlega vel entust þessi
hús, sem af svo miklum vanefn-
uin voru gerð, og víðast hvar
illa. Um kalk eða annað stein-
lím var hér ekki að ræða. Vegg-
ir missigu og hölluðust eða
hrundu i jarðskjálftum, en húsa-
kofarnir risu oft úr rústunum. I
þurrviðrasömum sveitum voru
þess dæmi, að vel og vandlega
byggðir bóndabæir stæðu á ann-
að hundrað ár, en í sveitum,
þar sem úrkoma var mest, ent-
ust þeir ekki nema tvo til fjóra
tugi ára. í þessum búsakynnum
hjó þjóðin í mörg hundruð ár,
og víða voru þau algeng fram
yfir siðustu aldamót..
Á Suðurlandi stóðu torfbæirn-
ir stytzt, vegna hins raka lofts-
lags, sem þar er, og það má
heita, að nú sé hver einasti torf-
bær þar úr sögunni. Járnvörðu
timburhúsin Ieystu þá af hólmi
uppúr síðustu aldamótum, háru-
járnið var fljótt að ryðja sér til
rúms. Og svo rann steinlímstíma-
bilið upp og steinsteyptu húsin