Úrval - 01.03.1963, Page 79
MARIE ANTOINETTE
95
sína í ábatasamar valdastöSur,
og hún skipti sér svo oft af innan-
og utanrikismálum fæðingar-
landi sínu til hagsbóta, að hún
gekk yfirleitt undir nafninu
„AusturríkismaSurinn“, sem við-
haft var í fyrirlitningarskyni.
En hún tók ekki að gera sér
grein fyrir því, að hún hafði
einnig misst stuðning þjóðarinn-
ar, fyrr en hún hélt til Parísar
eftir fæðingu annars sonar síns
og fékk kuldalegar viðtökur al-
mennings.
Hún gerðist lífsþreytt og leit-
aði sér skjóls sumarið 1786 í litlu
þorpi, sem hún hafði látið reisa
nálægt Trianonhöllinni. Hún var
nú þunguS enn á ný. Hún var
hætt að taka þátt í mörgum hinna
léttúðarkenndu skemmtana og
vildi nú heldur dvelja hjá börn-
um sínum. Nú vissi hún sjálf, að
fólk hataði hana, enda lézt fólk
ekki vita af því, þegar hún eign-
aðist fjórða barn sitt, sem var
dóttir. Hið hræðilega ástand fjár-
mála landsins var nú öllum ljóst.
Hún var sökuS um þaS allt, þótt
eySsla og bruSl væri þegar orSin
viðurtekin hefS í Versölum, löngu
áður en hún kom þangaS, og fá-
tæklingarnir hefðu verið skatt-
lagðir af mikilli hörku kynslóð-
um saman, á meðan aðalsmenn
eyddu skattheimtufénu. Marie
Antoinette fann kaldan gust ógæf-
unnar leggja í áttina til sín.
Það var sjálfur g'ustur bylting-
arinnar miklu. Lagt var hart að
hinum óákveðna konungi, að
þjóðin fengi einhverju að ráða
um málefni sín, og að lokum
varð hann að láta undan. Árið
1789 kallaði hann saman sátta-
þingið í Versölum. ÞaS var 1200
manna þing, sem skiptist i þrjá
hópa, aðalsmenn, klerkastétt og
þriðju stéttina, — stétt alþýðunn-
ar. Marie Antoinette lcom fram
fyrir þingið við hlið manns síns,
íklædd drottningarskrúða. Full-
trúarnir horfðu kuldalega á hana,
og þótt hún bæri sitt stolta höf-
uð hátt, var hjarta hennar ör-
væntingarfullt, því að nú lá son-
ur hennar, frumburður þeirra,
fyrir dauðanum.
En nú skoðaði franska jojóðin
hana ekki lengur sem konu, er
nokkrar mannlegar tilfinningar
bæri í brjósti, heldur sem tákn-
mynd harðstjórnarinnar, sem
þjóðin var ákveðin i að varpa
af sér. Og því sauð brátt upp úr.
Þann 14. júlí árið 1789 réðst
borgarlýðurinn á Bastillufangels-
ið og opnaði þar allar gáttir.
Sagan telur þetta vera fæðingu
franska lýðveldisins.
Það var komið fram í október.
Löngu garðstígarnir í hallar-
görðunum í Versölum urðu gull-
brúnir af fallandi laufi. í Paris
hélt uppnám og ringulreið bylt-
ingarinnar áfram. Þann 5. októ-