Úrval - 01.03.1963, Side 81
MARIE ANTOINETTE
97
ungurinn var dulbúinn sem þjónn
og þóttisl alveg öruggur í því
gervi. Því steig liann út úr vagn-
inum á llverjum viðkomustað og
talaði við þá, sem næstir stóðu.
Það leið því ekki á löngu, þar til
hann þekktist og var tekinn fast-
ur. Og' hinn fáránlegi vagn hélt
aftur af stað til Parísar með hin-
um óttaslegnu farþegum sínum,
þar sem honum var heilsað með
hæðnishrópum fjöldans. /
Nú gerðist fangavistin strang-
ari. Alls staðar var komið fyrir
varðmönnum, jafnvel í svefnher-
bergi Marie Antoinette. Bylting-
in varð sífellt blóðugri og ofsa-
fengnari. Ráðist var á Tuileries-
höllina og hún rænd. Síðan var
þvi lýst yfir, að konugurinn væri
valdalaus maður, og farið var
rneð konungsfjölskylduná til
Temple, gamals virkis með tíu
feta þykkum veggjum og járn-
rimlum fyrir gluggum. Nú um-
lukti hin skuggalega ógn fangels-
isins þau á yfirþyrmandi hátt, og
náði hámarki sínu, þegar Marie
Antoinette sá dag nokkurn höfuð
eitt borið á tréfleini fram hjá
glugga hennar. Það var höfuð de
Lamballe prinsessu, liinnar hjart-
fólgnu vinkonu hennar. Enn ógn-
vænlegar fannst henni þó að
heyra blaðasala hrópa fréttir
dagsins morg'un nokkrn: konung-
urinn hafði verið dæmdur til
dauða og átti að verða tekinn
af lífi innan 24 stunda.
Nú var hún ekki lengur Marie
Antoinette Frakklandsdrottning.
Hún var „ekkjan Capet“, 37 ára
gömul, svartklædd, alveg grá-
hærð, horuð og sorgmædd.
Næsta áfallið, sem hún varð fyr-
ir, var það, að hinn hjartfólgni,
næstelzti sonur hennar, hinn ungi
ríkisarfi, var tekinn frá henni.
úr turnfangelsi sínu gat hún heyrt
fangaverðina kenna honum að
bölva fjölskyldu sinni og guði.
Hún hafði grátið svo mikið, að
táralind hennar var þurrausin,
þegar hún sjálf var tekin og flutt
burt til Conciergerie, skugga-
legasta fangelsisins. Það var í
miðri borginni, og þar átti hún að
bíða dóms lýðveldisdómstóls-
ins.
Réttarhöldin yfir henni byrj-
uðu í október 1793. Hún bjóst
ekki við, að henni yrði auðsýnt
neitt réttlæti. Hún vissi, að hún
var glötuð. En hryllilegra en
nokkuð, sem hún hefði getað í-
myndað sér, fannst henni þó að
heyra litla son sinn bera vitni
gegn henni, æfðan og vel undir-
búinn af auðvirðilegum kennur-
um sínum, og ákæra hana fyrir
að hafa látið hann framkvæma
ósæmilegar athafnir með sér.
Allar yfirheyrslurnar voru gegn-
sýrðar af hatri. Hún svaraði ró-
lega og virðulega spurningum
þeim, sem lagðar voru fyrir hana.