Úrval - 01.03.1963, Page 107
ÓGLEYMANLEGUR MAÐUR
nokkrum sinnum mjúklega frá
miðju til enda, frá endum til
niiðju. Síðan greip hann lykla-
hringinn, opnaði lásana og
skrána, lyfti lokinu og lét það
hallast upp að veggnum, rétti
hönd ofan í handraðann og stóð
siðan upp. Svo vék hann sér við
og lyfti hýrleitur glæru glasi,
sem var hálft af tærum vökva.
Hann tók úr því tappann, gekk
til mín, rétti mér það og sagði
litið eitt drýgindalega:
„Gerðu svo vel! Þetta á að
vera ósvikið, og óblandað er
það af mér. Það fer minna fyr-
ir því þannig — og það kveikir
fljótar í, heldur en þegar hellt
er út í það blávatni, að ég tali
nú ekki um þetta sæta ropa-
glundur, sem þeir hafa til fals í
krambúðunum.“
Ég hikaði andartak, en tólc
siðan við glasinu, dreypti á
vökvanum, var sem eldslogi færi
um munn mér og kverkar. Mér
vöknaði um augu, og Sigfús
sagði, þá er ég hafði rétt hon-
um glasið og þakkað með hálf-
gildingsandköfum:
„Finnt þér það helzt til beizkt,
kannski?“
„Ne-nei, það yljar, það hitar
— er bara dálítið óvanur því
óblönduðu.“
„Nei, þú ert engin hispúrs-
kveif,“ sagði hann hlakkkennd-
um rómi. Og svo hlýbrosti hann
123
við glasinu, setti það á munn
sér og kyngdi vænum sopa
þrautalaust, stundi siðan af
velsæld. Nokkur andartök stóð
hann þvínær álútur og hugsi,
leit svo á mig, stælling í svipn-
um. Hann bar glasið upp að birt-
unni, svo sem skyggndi það,
laut því næst snöggt til mín og
mælti af djúpri alvöru og sann-
færingarkrafti:
„Hvað heldur þú nú, að þessi
lfisvökvi hafi sýnt mörgum sól-
skinsbletti á festingu þessarar
tilveru, þegar þeir höfðu ekki
séð sólargeisla langtímum sam-
an fyrir hríðarkófi strits og ar-
móðs, rangsleitni og margvislegs
kvalræðis? Og hvað heldurðu
það hafi gefið mörgum kjark til
að hleypa vilsu út úr kýlum
innibyrgðar gremju, beiskju,
jafnvel logandi og tærandi heift-
ar — með níðvísu, skörpum
skömmum eða hreinlega svipt-
ingum og kannski pústrum? Það
hefur verið hlegið að kerlingar-
tetrinu, sem harmaði þá tið,
sem margur hefði komið með
blátt aug'a og brotið nef frá
kirkju sinni, en skyldi ekki hafa
verið þénanlegri fljótgræddar
líkamlegar skurfur og skeinur,
heldur en síverkjandi sálar-
meinin? . . . Hins vegar er ég
vitaskuld ekki að mæla þeim
bót, þcim ribböldum, sem ráð-
ast að tilefnislausu á alsaklaust