Úrval - 01.03.1963, Page 127
143
NÝ HJÁLPARTÆKI LAMAÐRA ...
langan málmarm nálægt höfði
honnm.
Nú var komið með hádegis-
matinn, og þá festi Tom á sig
nokkurs konar handspelkur, sem
líktust skyrtulíningum. Og með
hjáip þeirra tókst honiim auð-
veldlega að beita hnífi og gaffli.
,,Bíddu bara, þangað til þú sérð
mig renna mér úr rúminu niður
í hjólastólinn þarna,“ sagði hann
stoltur. „Ég get nú þegar unnið
flest lögfræðistörf mín. Auðvitað
er ég háður þessum tækjum. En
ég kalla þau „biessunarlega kær-
komnu hreyfitækin min“.
Síðan er liðinn áratugur, og á
þeim tima hefur Tom orðið
þekktur lögfræðingur, sem aðal-
lega vinnur fyrir ýmis hlutafélög
og önnur fyrirtæki. Auðvitað á
hann þetta að miklu leyti sínum
ódrepandi vilja að þakka, en
einnig á hann mikið að þakka
hinum mörgu snilidarlegu tækj-
um, sem gera honum fært að
leysa af hendi dagleg störf.
„Fullhraust“ fólk gerir sér
sjaldan grein fyrir því, hversu
margra, smávægilegra verka
dagur hver krefst af okkur, enda
framkvæmir slikt fólk þau yfir-
leitt hugsunarlítið eða hugsunar-
laust. Á ég þar ekki aðeins við
atvinnu, heldur ýmisleg viðvik
hins daglega lífs. Menn stiga
fram úr rúminu, þvo sér eða baða
sig, raka sig eða snyrta á annan
hátt, klæða sig i alls kyns flikur,
útbúa morgunverð . . . og allt er
þetta framkvæmt, áður en hin
raunverulegu, daglegu störf eru
byrjuð. En þessi hversdagslegu
störf geta reynzt hinum lömuðu
eða fötluðu ærið erfið viðfangs-
efni. Skóreimin eða skyrtuhnapp-
urinn verður jafnvel að fjand-
samlegum útbúnaði, sem getur
reynzt furðulega flókinn og ill-
viðráðanlegur.
Fyrir nokkrum árum sögðu
hinir lömuðu og fötluðu: „Þetta
get ég ekki gert,“ og þeir gerð-
ust um leið háðir öðrum til full-
nægingar hinum venjulegustu
daglegu þörfum. En að síðari
heinisstyrjöldinni lokinni, urðu
geysilegar framfarir á því sviði
læknisfræðinnar, sem að endur-
þjálfun og starfsþjálfun sjúkra
beinist. Var hér að vissu marki
um nýjungar að ræða. Smám
saman skapaðist algerlega nýr
hugsunarháttur vegna þessarar
viðleitni, og byggðist hann á
þeirri forsendu, að hægt er að
bæta næstum öllum lömun eða
fötlun, að minnsta 'kosti i ein-
hverjum mæli, svo framarlega
sem hinn lamaði eða fatlaði býr
yfir nógu heitri ósk, nógu sterk-
um vilja til þess að „rísa upp af
sjúkrabeði sínum og byrja að
hreyfa sig.“
Áður höfðu hinir lömuðu og
fötluðu sagt: „Þetta get ég ekki