Úrval - 01.03.1963, Side 133
ÞVAGLÁT
149
hætt við að það verði fyrir
stríðni og aðkasti af slcólafélög-
um, ef þeir komast að þessum
ágalla. Barnið reynir þá oftast
nær mikið til þess að halda sér
þurru, en tilraunir þess mis-
heppnast oft. Af mistökunum
kemur sterk tilfinning fyrir van-
mætti og getuleysi, sem getur
liæglega færzt yfir á önnur svið.
Af þessum ástæðum öllum er
mjög æskilegt, að hægt sé að
koma í veg fyrir og lagfæra
þennan ágalla, áður en hann hef-
ur fest djúpar rætur.
Það sem hér fer á eftir mið-
ast við börn, sem eru líkam-
lega heilbrigð og eðlilega þrosk-
uð að vitsmunum. Þetta er rétt
að taka fram, þar sem sérstakar
áslæður gilda um börn, sem
væta sig' af líkamlegum ástæð-
um. Þau börn þarfnast að sjálf-
sögðu læknislegrar meðferðar.
Sama gildir um börn, sem hald-
in eru meiri háttar andlegum
truflunum. Þar eru þvaglátin oft
einn liður í viðtækri truflun,
sem þá verður að kappkosta að
lagfæra. Vitsmunaleg'um þroska-
skorti fylgja einnig oft óeðlileg
þvaglát, þar sem svo er háttað
eru ekki mikil tök á úrbótum.
Eftir er svo allur hinn stóri
hópur barna, sem vætir sig án
þess að nokkuð af framantöldu
komi til. Til þess að hægt sé að
greina þau börn frá öðrum þarf
að sjálfsögðu að rannsaka börn-
in vandlega bæði læknisfræði-
lega og sálfræðilega.
Það er ekkert sérstaklega auð-
velt að rekja sálrænar og' upp-
eldislegar orsakir þvagláts. Oft-
ast nær fléttast margar orsakir
sainan, og vandi er að vita, hver
má sín mest. Og þegar orsakir
eru taldar upp hver á fætur ann-
arri, má búast við, að engin ein
sé fullnaðarskýring á þvaglát-
um tiltekins barns. Hér skulu þó
nokkrar taldar.
Eðlilegt er að hugsa sér, að
ein orsökin sé fólgin i þvi, hve-
nær og hvernig barnið er vanið
á að halda sér þurru, sé annars
vegar að vöðvar þeir, sem
stjórna þvaglátum, séu orðnir
nægilega þroskaðir —- og hins
vegar, að barnið skilji, að það
á að halda sér þurru.
Hjá flestum börnum er þess-
um áfanga náð fyrr en þau eru
komin nokkuð á annað árið,
stundum orðin tveggja ára. Það
er því á þeim aldri, sem heppi-
legast er talið að venja börn.
Sé það gert fyrr, er hætt við, að
þau börn taki upp á því að væta
rúm síðar, ef eitthvað bjátar á.
Sé það hins vegar látið dragast
fram yfir eðlilegan tíma, getur
orðið erfitt að koma á réttum
venjum.
Það er enginn vafi á, að í tals-
vert mörgum tilfellum er frum-