Úrval - 01.03.1963, Side 134
150
ÚR VAL
orsök þvaglátanna sú, að barn-
ið er vanið á röngum tíma og á
skakkan hátt. Og að því er helzt
virðist, flaska margir foreldrar
á þvi að byrja of snemma á því
að venja börnin. Mörgum mæðr-
um virðist vera þetta metnaðar-
mál og gera sér alls ekki grein
fyrir því, að það getur komið i
koll síðar. Sömuleiðis er nauð-
synlegt, að barnið sé vanið vægi-
lega og refsingar og hótanir sem
minnst notaðar.
Algengt viðbragð hjá börnum
er, að þau hrapa niður til barna-
legra atferlis en samsvarar aldri
þeirra, þegar eitthvað reynir á
tilfinningalíf þeirra. Merki um
slikt hrap er oft þvaglát. Þetta
kemur iðulega fyrir, þegar nýtt
systkin bætist í hópinn og móð-
irin verður að sinna því á
kostnað hins eldra. Sömuleiðis
getur farið að bera á þvaglát-
um, ef barnið verður hrætt. Og í
einstaka tilfellum byrja börn að
væta sig um stundarsakir, þegar
þau hefja skólagöngu.
Sé þessi orsökin, verður barn-
iuu bezt hjálpað með því að
foreldrarnir skilji hvers eðlis
þvaglátin eru. Stafi þau af ör-
yggisleysi, hræðslu eða kvíða,
þarf auðvitað að leggja allt kapp
á að draga úr vanlíðan barns-
ins, t. d. með því að sýna því
sérstaka nærgætni og hlýju.
Mjög óráðlegt er að refsa barn-
inu, þvi að við það eykst van-
líðan þess og þvaglát geta orðið
varanlegri en vera þyrfti.
Þriðju orsökina má og nefna,
en það er börn standa að ein-
hverju leyti föst á smábarna-
stiginu. Þau geta þroskazt eðli-
iega greindarfarslega, en i til-
finningalífi sínu eru þau mikil
smábörn. Stundum kemur þetta
fyxúr með elzta barnið í syst-
lcinahópnum og stafar þá af því,
að of mikið er ýtt á eftir því
með að fullorðnast og verða
sjálfbjarga. Það fær ekki að vera
lítið eins lengi og það þarfnast.
Þau börn væta sig stundum. Öllu
algengara mun þetta þó vera
um yngsta barnið og.getur það
iegið í því, að móðirin heldur
þvi of lengi sem smábarni.
Einkum mun þetta vera algengt
hjá mæðrum, sem hafa mikið
yndi af að hugsa um smábörn.
Af þessu, sem hér hefur ver-
ið tint til, er sjáanlegt, að engin
ein aðferð er einhlít til þess að
venja börn af óeðlilegum þvag-
lálum. Höfuðmáii skiptir að gera
sér grein fyrir orsökum. I sum-
um tilfeilum geta refsingar ver-
ið gagnlegar, í öðrum tilfellum
myndu þær aðeins auka á erf-
iðleikana. Stundum þarf að
breyta eitthvað til um uppeldis-
aðferðir. En það, sem gildir sem
almenn regla, eins og reyndar
á flestum öðrum sviðum upp-