Úrval - 01.03.1963, Síða 147
HJA VINUM MINUM VILLIMÖNNUNUM
anávaxtarins. Konurnar búa til
nijög seðjandi drykk með þvi að
sjóða og merja maniochnúðana,
en tyggja síðan dálítið af grautn-
um og spýta honum svo aftur í
pottinn til þess að framkalla
gerjun. Síðan er þetta blandað
vatni og drukkið næsta dag.
Þetta er trefjóttur og' kekkjóttur
vökvi, sem virðist vera mjög
nærandi.
Karlmennirnir eyða mestum
hluta dagsins á veiðum. Iíarl-
mönnum hefur fækkað mikið
hlutfallslega vegna drápanna, og
þvi eiga þeir fullt í fangi með
að vinna fyrir eiginkonum sin-
um, systrum, tengdafólki og þeim
ekkjum, sem búa heima hjá þeim
eða í næsta kofa. Þeir leggja af
stað í dögun og tilkynna, hvaða
dýr þeir ætli að veiða þann dag-
inn, ýmsar apategundir, íkorna,
páfagauka eða aðra fugla. Slík
smádýr veiða þeir með blásturs-
röri. Það er úr þykkum pálma-
viði, 8—9 fet á lengd, og úr því
skjóta þeir örvum. Á örvarodd-
ana bera þeir eitur úr vafnings-
viðarjurt.
Stundum fara þeir á fiskveiðar
í ánum. Þeir hvessa löngu, sveigj-
anlegu fiskspjótin sín, og kon-
urnar taka handnetin sín, sem
eru fagurlega ofin úr pálmatrefj-
um og fest á tréhring. Þegar torfa
skýzt fram hjá, elta Indiánarnir
hana með hlátrasköllum. „Baru“
ltíS
(þarna) — og spjótinu er lyft
hátt upp úr vatninu. Fiskurinn
á oddinum rennur niður eftir
spjótinu, og siðan kastar Indíán-
inn honum upp á bakkann, þar
sem Indíánakona gripur hann.
Hann er steiktur tafarlaust eða
látinn i körfu og borinn heim.
Valerie þótti óskaplega gaman
að veiða í grynningum árinnar.
Hún breiddi út hendurnar hlið
við hlið, og skellti síðan saman
lófunum og greip smál'iskana,
sem reyndu að festa sig neðan i
steina. Svo har hún fenginn sinn
heim i körfu, sem hundin var
við snúru, er strengd var yfir
enni hennar að Indiánasið.
Aucarnir hafa lært að notfæra
sér hráefni til hins ýtrasta. Ap-
arnir eru sviðnir í heilu lagi og
soðnir með skinninu á, svo að
fitulagið undir húðinni fari ekki
forgörðum. Rófan er reykt. Apa-
hausarnir eru étnir, heilinn, aug-
un, eyrun — allt nema beinin.
Beinunum er samt ekki hent,
fyrr en búið er að brjóta þau til
mergjar og sjúga merginn úr
þeim. Aucarnir eru einnig mjög
hrifnir af stórum lirfum risa-
bjöllunnar. Þær lifa á innviðnum
í stofni pálmatrjánna, og þeir
þekkja götin, sem þær skilja eftir
sig, þegar þær hora sig inn í
stofninn. Þeir höggva pálmatréð
og ná lirfunum út með því að
skera umhverfis þær. Síðan fara