Úrval - 01.04.1974, Page 20

Úrval - 01.04.1974, Page 20
18 ÚRVAL búnaðar og þeirra verkfæra, sem þeir telja bezt henta. Þeir, sem setja rúður í bifreiðir, aka sjálfir bílunum gegnum „vatns prófun“ og sjá því með eigin aug- um, hve vel hefur tekizt með ísetn- inguna. Færibandsflokkurinn fer með bílana út á brautir til að reyna þá og finna, hvort eitthvað sé að, áður en viðskiptavinirnir fá nýjar bifreiðir í hendur, Sú tilraun, sem bezt hefur gef- izt, er einmitt að fá fólkið til að vinna í samstilltum hópum eða flokkum, sem vekur hugsun þess og veitir manneskjulega aðstöðu í starfi. Þar má taka hina geysimiklu fóð- urverksmiðju General Motors sem gott dæmi. í stórri hundafóðursverksmiðju í Kansas er allt verkafólkið samein- að í skipulagða hópa. En hver hóp- ur á einnig að kynna sér, hvað hin- ir gera og hvernig allt er unnið. Starfsfólk við framleiðslu, pökk- un, dreifingu og skrifstofustörf myndar sérstaka hópa, sem eru síð an hvattir til að fylgjast með öllu hver hjá öðrum, og launin hækka eftir víðsýni og lærdómi. Þegar einhverjum hefur tekizt að tileinka sér alla starfsþætti þessa vinnustigs, getur hann átt þess kost að komast lengra, ef vinnufélagar gefa honum meðmæli. Hóparnir halda fundi að minnsta kosti einu sinni í viku og rökræða verkaskiptingu, vinnutilhögun og viðgerðir, svo að allt sé í röð og reglu. Þeir ræða ennfremur við um sækjendur í lausar stöður og ráða þá, sem þörf er talin á. Þessi nýja starfstækni hefur leyst flestar hinna vélrænu og líflausu aðferða af hólmi. Því, sem eftir er af slíku, er skipt milli allra, sem vinna í verksmiðjunni. Þar er eng- in sérstök viðgerðadeild. Hver ein- stakur sér um viðgerðir á sínum tækjum og tekur til á sínum vinnu- stað. Og hver um sig ber ábyrgð á sínum mistökum. Lýðræðið á þessum vinnustað gengur samt að sínu leyti enn lengra en þetta. Þarna er enginn sérstakur borð- salur fyrir verkstjóra og forstjóra. Allir ganga inn um sömu dyr. Tepp in á gólfum í skrifstofum forstjór- anna eru nákvæmlega af sömu gerð og í hvíldarsölum fyrir verkamenn. Þarna eru engar stimpilklukkur eða ákveðnir tímar fyrir morgun- verð og vinnuhlé. SAMEIGINLEGT FRAMLAG ER SÍFELLD NAUÐSYN Síðan verksmiðjan tók til starfa í febrúar 1971 hefur framleiðslan á hundafóðri farið langt fram úr öllu, sem áætlað var. Framleiðslumagnið er 40 prósent ofar því, sem venjulegt er talið í slíkri framleiðslu, miðað við stærð. Vanræksla er talin valda innan við 1 prósent rýrnun, en sá þáttur er í rannsóknum venjulega talinn 10% á sambærilegum vinnustöðum. Á hálfu öðru ári hafa aðeins fjórir skipt um starf. Þrátt fyrir alla þá kosti, sem slík ar starfsaðferðir hafa kallað fram, hverfur starfsleiðinn þó ekki alveg. Nokkur störf virðast þannig vaxin,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.