Úrval - 01.04.1974, Page 22
20
ÚRVAI
Það er sívaxandi markaður í Sovétríkjunum og erlendis
fyrir Óvenjulega „gimsteina“, sem framleiddir eru í Kiev.
„Hver sem er getur
búið til demanta"
eftir STANISLAV KALINICHEV
*
*
*
V
ilduð þér hitta dem-
^ antasérfræðing? Farið
þá til Jos Bonrois.
Hann er einn helzti
vfc gimsteinafræðingurinn í
***** Evrópu. Hann getur
greint ósvikinn stein á augabragði
og metið helztu eiginleika hans.“
Skrifstofa Bonrois er hér í Ant-
werpen, sem Belgíumenn kalla dem
antaslípunarmiðstöð Evrópu, ef þá
ekki alls heimsins. Og allir í bæn-
um vita, hvar skrifstofu Bonrois er
að finna.
Hann lét ekki í ljós hina minnstu
undrun, þegar útlendingur hvolfdi
handfylli af demöntum á borðið
fyrir framan hann. Hann var ekki
heldur undrandi, þegar hann tók að
skoða steinana. Hann hrósaði þeim
mjög.
„Þetta er gott safn. Það hlýtur
að vera frá Sierra Leone í Afríku?“
„Nei, frá Sovétríkjunum.“
„Ó, frá Jakútíu?"
„Nei, frá borginni Kiev í Úkra-
ínu.“
„Ég hef aldrei heyrt um nein dem
antajarðlög þar. En það skiptir
reyndar ekki máli. Þér getið skilið
steinana eftir hjá mér. Við skoðum
þá. Á morgun getum við svo sam-
ið um skurð og slípun og ýmislegt
þar að lútandi. Það verður hægt að
fá góða demanta úr þeim.“
Bonrois gat ekki dulið undrun
sína næsta dag.
„Segið mér, demantarnir yðar ...