Úrval - 01.04.1974, Page 45
43
Hvar er
fiall
boðorð-
anna tíu?
Fjallið Sinn Bishr.
eftir GORDON GASKILL
Það er líkast spennandi leynilögreglustarfi
að fglgja sporum Bibliunnar.
iS erum að leita að
fjalli — fjallinu, sem
mest er talað um, heit-
ast er hyllt og merki-
legast talið allra fjalla.
Kristnum, Gyðingum
og Múhameðstrúarmönnum, næst-
um helmingi mannkyns samanlagt,
er það fjallið helga, þar sem Guð
talaði við Móse og gaf honum boð-
orðin tíu.
Allir þekkja nafn þess, Sinai
fjallið (eða Horeb eins og það er
oft nefnt í Biblíunni). Þótt ein-
kennilegt megi virðast, veit eng-
inn með vissu, hvar þetta fjall e.r.
Við hjónin höfðum lagt af stað
út á Sinaieyðimörkina, búin Biblí-
um, bókum, kortum og síðast en
ekki sízt vænum forða af forvitni.
Við höfðum raunar ekki miklar
vonir um lausn þessarar gömlu
gátu.
Satt að segja létum við okkur
nægja tvenns konar markmið.
í fyrsta lagi að kynnast hinum
sérstaka fjallgarði Djebel Musa —
Mósefjallinu, sem er á suðurodda
skagans.
í 16 aldir hafa pílagrímar lagt
þangað leið sína, sannfærðir um,
að þar væri Sinaifjall,