Úrval - 01.04.1974, Síða 64

Úrval - 01.04.1974, Síða 64
ÚRVAL 62 STJ'ORNMÁLALEG ÁHÆTTA i)'yrir Kínverja yrði það mjög hagstætt að komast í efnahags- og stjornmálasamband við EBE. Að viðskiptasambandinu frátöldu gerir Pekingstjórnin sér grein fyrir því hversu voldugt stjórnmálalegt afl EBE er gagnvart risaveldunum tveimur, Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum. Hinni nýju stjórnmálastefnu Kína og Sovétríkjanna gagnvart EBE fylgir talsverð stjórnmálaleg áhætta. Fram að þessu hafa Sovétríkin far ið öllu hægar í sakirnar en Kín- verjarnir, vegna þess, að þau ótt- ast meira stjórnmálalegar afleið- ingar sambandsins, en hinir síðar- nefndu. Það tók stjórnvöld Sovét- ríkjanna 15 ár að viðurkenna það, sem Leonid Brésnef, aðalritari sov- ézka kommúnistaflokksins, nefnir „raunveruleika“ Efnahagsbandalags Evrópu. Á undanförnum mánuðum hafa óbeinar ábendingar komið frá höf- uðborgum kommúnistaríkja Austur Evrópu, um að samband milli Co- mecon bandalags kommúnistaríkj- anna á efnahagssviðinu, og EBE væri æskilegt. Þeir aðilar, sem láta í þetta skína, segja að slíkt sam- band verði að koma „á réttum tíma“ og „í réttu formi“. Frá því að kínverska ríkisstjórn- in sneri blaðinu við í utanríkismál um og lét af hinni köldu einangr- unarstefnu menningarbyltingarinn- ar, hefur hún verið mjög opinská í ósk sinni um að taka upp form- legt samband við EBE. Blaðafregn- ir frá Kína, sem runnar eru undan rifjum stjórnarherranna, og sem birtust eftir 1. janúar sl. þegar EBE hafði formlega samþykkt aðild Breta, gengu svo langt, að minnstu munaði, að Kínverjar óskuðu Bret- um til hamingju með aðildina. í umræddum greinum kemur glöggt fram, að Kínverjar eru ánægðir með stækkun bandalagsins, og eru fúsir að gera viðskiptasamning við það. KÍNVERJAR FAGNA STÆKKUN EBE Dagblað Alþýðunnar í Peking skrifaði m. a. um stækkun EBE: „Vestur-Evrópuríkin reyna nú að styrkja samstöðu sína til að draga úr yfirráðum risaveldanna tveggja“. Allt frá þessum tíma, hefur þetta verið undirtónninn í skoðun Kín- verja á þessum málefnum. — Kín- verskir fjölmiðlar hafa greint frá því, að þetta væri ánægjuleg þró- un í Vestur-Evrópu, enda hefðu Sovétríkin og Bandaríkin vaxandi áhyggjur af stækkun bandalagsins. Kínverski forsætisráðherrann Chou En-Lai, skýrði ítalska utanríkisráð herranum Guiseppe Medici, frá því, að ríkisstjórnin í Peking væri hæst ánægð með þróun sameiningarmála Evrópuríkja. Chou lét ekki þar við liggja, heldur tjáði ítalska ráðherr- anum, að vaxandi samskipti EBE- ríkjanna mættu ekki einungis vera á sviði efnahagsmála, heldur yrðu þau einnig að vera á sviði hernað- ar og stjórnmála. Kínverska stjórn- in óskar eftir því að sambandið sé ekki eingöngu sjáanlegt, „heldur verður það að vera raunverulegt," sagði Chou. í opinberum yfirlýsingum Kín-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.