Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 79

Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 79
ÉG ÁTTI BJARNDÝR 77 „Hugsið ykkur, að skjóta móður- ina! Þeir eru alveg kolbrjálaðir.“ „Nei, sjáðu, þetta var óheppni. Þeir vissu ekki hvaða dýrategund var í bælinu. Birnan stökk út og svo var allt um seinan. Þeir hafa e. t. v. þurft að bjarga eigin skinni. Björn, sem vaknar af vetrardvala, er dauðadæmdur hvort eð er.“ „Grimmilegt!" sagði faðir minn reiður. „Það er grimmilegt að þekkja ekki, hvaða dýr lifa á svæð- inu, sem á að verja og vernda.“ „En við erum áhyggjufullir um húninn,“ hélt maðurinn áfram hugs unarlítill, „ekki getum við kastað honum út í frostið.“ „Og hvaða örlög hafið þið þá ætlað honum?“ spurði faðir minn enn í gremjutón. „Hann er villidýr, og verður að- eins hamingjusamur villtur í skóg- inum. En nú verður hann hvorki villtur né taminn. Hann verður hændur að mönnum. Og þeir geta aldrei reiknað út, hvað hann tekur fyrir, að flýja eða vera, síðast verð ur hann svo drepinn — auðvitað. aðeins vegna óvissunnar. Eða hann verður gefinn til einhverrar um- ferðarsýningar. Og þannig verður fangavistin hlutskipti hans.“ Ég heyrði pabba segja þessi síð- ustu orð, þegar ég rann á skiðum niður hæðina og í hlað. „Komdu hérna andartak,“ sagði hann. Hann hélt á trosnuðum héra- skinnshatti, og í honum var eitt- hvað á hviki. „Hvolpur,“ sagði ég himinlifandi. Þessi hvolpur var á stærð við vettling, ljós á lit. Augun í honum voru dökkblá og með ljósblárri slikju á víxl, eins og stundum er í hvolpum. „Hvaða tegund er þetta?“ spurði ég. „Bjarndýr — þetta er bjarn- dýrshúnn.“ „Hvað, svona lítill?“ spurði ég vantrúaður. „Þú ert að leika á mig.“ Ég hafði séð mörg bjarndýr og gat ekki trúað honum. „Hamingjan hjálpi mér. Og þetta á að heita skógarvarðarsonur," sagði pabbi. Á vetrum neyta birnir ekki fæðu. Birnurnar eignast þá svona litla unga. Þeir fá mjög litla mjólk og vaxa næstum ekkert allan vetur- inn. En að vori nærast þeir á fæðu í skóginum og tútna út eins og brauð í bakaraofni. Við fórum með hann inn. Mamma tók hann í fangið, dýfði fingrinum í heita mjólk og gaf honum að sleikja. Tungan í honum var grá, með ljósrauðum blæ. Seinna kom pabbi með dálítinn Ijósgulan gúm- bát úr borginni sem leikfang, og úr honum sleikti húnninn mjólkina sína eftir það. Hann virtist ekki þurfa að bíða vorsins til að stækka. Og satt að segja belgdist hann út eins og brauð í ofni. Bráðlega fórum við að gefa honum harðsoðin egg og hunang bleytt upp í vatni. Þá hreinsaði hann nú heldur betur ,,bátinn“ sinn. Hann svaf hjá mér uppi í þak- herberginu mínu á gömlum jakka- ræfli rétt við arininn. En stundum ýlfraði hann svo aumingjalega, auð sjáanlega einmana, að ég tók hann upp í rúmið mitt undir ábreiðuna, þótt slíkt væri stranglega bannað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.