Úrval - 01.04.1974, Síða 85

Úrval - 01.04.1974, Síða 85
33 VÍXILLINN SEM VERZLUNARBRÉF þeim sökum gilda um þá mjög strangar reglur, að því er varnir snertir. í víxilmálum má aðeins hafa uppi þessar efnisvarnir: 1. Að mál sé höfðað af röngum aðila eða gegn röngum aðila. 2. Að aðila hafi að lögum skort hæfileika til þess að taka á sig víxilskuldbindinguna (lögræðis skortur). 3. Að nafnritun aðila á víxilinn sé fölsuð eða innihald víxils- ins. Samkvæmt þessu er ekki unnt að bera það fyrir sig, að víxill sé greiddur, ef hann ber það ekki með sér, að svo sé. í frásögninni hér á undan bar upphaflega víxileigand- anum skylda til þess að láta víxil- inn af hendi með áritun um greiðslu, þegar maðurinn bauð fram greiðslu sína og maðurinn gat einfaldlega neitað víxileigandanum um greiðslu, ef hann neitaði að gera slíkt. Það, sem síðar gerðist, var að verzlunareigandinn varð gjaldþrota og aðili sá, sem fengið hafði vixilinn sem tryggingu, varð fyrir þá sök réttmætur handhafi og eigandi víxilsins. Víxillinn sjálf ur bar það hvergi með sér, að hann hefði verið greiddur og því fór sem fór. MISSIR VÍXILRÉTTAR Af því, sem þegar hefur verið nefnt, er ljóst, að víxilhafi á mun sterkari og tryggari kröfurétt á hendur víxilskuldara en kröfuhaf- ar eiga almennt á hendur skuldu- naut sínum. Þessi aukni réttur, sem víxlinum fylgir, er nefndur víxil- réttur og lýsir hann sér aðallega í því, að víxilhafi getur hagnýtt sér víxilmálaréttarfarið til þess að fá kröfu sinni fullnægt. En jafnframt því sem löggjöfin tengir þennan óvenjulega rétt við víxilinn, hefur hún á hinn bóginn að geyma ákvæði, sem leiða til þess, að víxilrétturinn fellur niður vegna tiltekinna atvika, sem sum skipta engu máli um kröfur al- mennt og sum koma að vísu til greina einnig um aðrar kröfur, en eru strangari um víxilkröfur en um aðrar kröfur. Það hefur þótt rétt annars vegar að binda hinn mikla rétt víxilhafans því skilyrði, að hann beitti honum með vissum hætti og glataði þessum rétti að meira eða minna leyti, ef hann gætti eigi þeirrar aðferðar (van- geymsla). í annan stað hefur þótt rétt að setja víxilréttinum viss tímamörk, styttri en að jafnaði gilda um kröf ur (fyrning). Skal nú gerð grein fyrir þessu tvennu í stuttu máli, en greinilegt er, að mjög margir þeirra, sem við viðskipti fást hér á landi og því einatt þurfa að taka við eða láta af hendi víxla sem greiðslu, gera sér allt of litla grein fyrir því, hvað þetta tvennt skiptir miklu máli fyrir gildi víxilskuld- bindingarinnar. VANGEYMSLA í víxillögunum segir, að séu firestir þeir látnir hjá líða, sem gilda — um sýningu víxils, sem hljóðar um greiðslu við sýningu eða tilteknum tíma eftir sýningu — um framkvæmd afsagnargerðar vegna samþykkisskorts eða vegna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.