Úrval - 01.04.1974, Page 96
94
ÚRVAL
um sínum að bústað hans og ferð-
um fólks þar.
Einu sinni, þegar Claire flýtti sér
í dögun frá húsi hans og yfir vín-
garðinn heimleiðis, týndi hún skón
um sínum. Verkamenn fundu skó-
inn og fóru með hann beinustu leið
til borgarstjórans!
Claire gerði sér það til dægra-
styttingar að afrita „Fangann í
Chillon“ í mörgum eintökum fyrir
Byron og notaði það sem afsökun
fyrir dvöl sinni í húsi hans. Einu
sinni bar við undarlegt atvik.
„Ég fór þangað,“ segir hún í end
urminningum sínum, „til að afrita
,,Pílagrímsferðina“, eins og ég hafði
áður gert. Allt í einu spurði hann,
hvort mér fyndist hann ekki vera
hryllileg mannskepna. Ég neitaði
því eindregið og kvaðst ekki leggja
trúnað á slíkt. Þá lauk hann upp
skáp og breiddi fjölda af bréfum
frá systur sinni á borðið.
Hann opnaði sum þeirra og sýndi
mér. Upphafið á flestum bréfunum
var ósköp venjulegt, hversdagslegar
fréttir af vinum og ættingjum
þeirra, heilsu hennar og athöfnum.
Síðan komu langir kaflar, ritaðir á
dulmáli, sem hann sagði, að aðeins
þau tvö hefðu lykil að — óskiljan-
legt öllu öðru fólki.
Þegar hann safnaði aftur saman
bréfunum, taldi hann sig hafa tapað
einu þeirra. Hann varð viti sínu
fjær og ásakaði mig um að hafa
stolið því. Svo fann hann það bráð-
lega og baðst afsökunar á grun-
semdum sínum.“
Claire ræddi þetta atvik við Shell
ey. Hvers vegna var dulmál á bréf-
um milli systkina?
Shelley taldi það notað til að
leyna ráðagerðum um óskilgetin
börn Byrons.
Þetta þótti Claire ekki að öllu
leyti fullnægjandi.
Hún gat ekki varizt þeirri hugs-
un, að leyniletrið ætti að hylja ást-
arsamband systkinanna.
Orðasveimur blóðskammarinnar
hékk yfir höfði Byrons allan síðari
hluta ævi hans.
Hann var jafnan viðkvæmur og
önugur gagnvart þessum orðrómi.
Fáum dögum eftir brúðkaup þeirra
hafði eiginkona hans bent á mynd
þeirra saman í spegli og sagt: „Við
erum bara eins lík og værum við
systkini!" Hann greip þá eins og
ósjálfrátt um úlnlið hennar og hróp
aði: „Hvenær heyrðirðu þetta?“
Þegar kom fram í ágústmánuð,
komst Claire að raun um, að hún
var orðin barnshafandi.
Shelley, sem varð að fara heim í
viðskiptaerindum, lagði að henni að
verða samferða og fæða barn sitt á
Englandi. Claire samþykkti það.
Byron lávarður óskaði, að barnið
yrði falið systur sinni til uppeldis.
Því var Claire ákaflega mótfall-
in. Þá stakk Byron upp á því, að
hún skyldi látast vera frænka barns
ins til að forðast hneyksli. Svo gætu
þau, hann og Claire, séð um það
eftir atvikum til sjö ára aldurs.
Þegar Claire óskaði eftir að hitta
Byron aftur, hafnaði hann því al-
gerlega. Frá hans hendi væri öllu
lokið þeirra á milli. En það sam-
þykkti hún ekki.
Hún skrifaði honum bréf, rétt áð-
ur en þau lögðu af stað til London,
hún og Shelleyhjónin.