Úrval - 01.04.1974, Qupperneq 102

Úrval - 01.04.1974, Qupperneq 102
100 ÚRVAL nærri. En meðan hann var að ræða lát litlu stúlkunnar við Mary og Trelawny kom Claire að óvörum í hópinn. Af svip þeirra, þögn og fáti, skildi hún óðara, hvað hefði skeð. „Nú skuluð þið hugsa ykkur við brögð hennar og örvæntingu," skrif ar Mary. En Claire var merkilega róleg, bað aðeins um að fá að sjá lík barnsins, fá mynd af henni og hárlokk til minja. Byron sendi strax smámynd og hárlokk, en Claire reyndist ofviða að líta lík- ama barnsins en bað um, að það yrði sent til Englands og greftrað þar. Þar eð hún var óskilgetin, var henni neitað um legstað í Harrow- kirkju innan veggja, en leyft að hún yrði jörðuð við innganginn ut- an dyra. í fyrstu virðist Byron lá- varður djúpt snortinn. „Hann krafðist þess að fá að vera aleinn, og ég varð að yfirgefa hann,“ segir ástkona hans, Teresa. „Ég fann hann morguninn eftir eins og stirðnaðan með trúarlegan tiginleika í svip og útliti og öllum andlitsdráttum." Þegar Teresa reyndi að hug- hreysta hann, varð honum að orði. „Hún er okkur sælli. Auk þess mun aðstaða hennar í þessum heimi bera þess vitni, að við leyfðum henni að vera hamingjusöm. Þetta er vilji Guðs, og við minnumst ekki á það meira.“ En hann minntist á það í bréfi til London, og írska skáldið Thom- as Moore skrifar í dagbók sína: „Langt bréf frá Byron í dag. Hann hefur misst litlu óskilgetnu dóttur sína og virðist taka sér það allnærri. En þegar ég var i Fen- eyjum og hann sýndi mér þetta barn, man ég, að hann sagði: „Ég býst við, að þú hafir sérstakar hug myndir um föðurtilfinningu, sem kölluð er. En ég verð að játa, að ég hef ekki slíka tilfinningu“. Þetta hefur þá verið að mestu leyti upp- gerð. Hann var þó eðlilegri en hann vildi vera láta. En þegar prestur- inn kom með líkama Allegru til Leghorn, var Byron ekki einungis ófáanlegur til að hlusta á söguna um sjúkleika hennar heldur neit- aði hann alveg að taka á móti prest inum. Þegar klaustrið sendi honum reikninginn yfir kistulagninguna, bölsótaðist hann yfir kostnaðinum við smurninguna, taldi reiknings- upphæðina gífurlega og sagði, að smyrslin hefðu víst nægt til að smyrja fullorðna manneskju. í kjölfar þessa dauðsfalls Allegru fylgdu nokkrum vikum síðar sorg- legir atburðir, með sögulegri afleið ingum. Shelley og Williams höfðu farið á bátnum sínum Don Juan yfir Spezia-flóa til að finna vin sinn. skáldið Leigh Hunt, og fjölskyldu hans. Síðast sást til bátsins, er hann hvarf inn í rokhviðu á heimleið- inni. Trelawny og vinur hans, Don Ro berts sjómaður, leituðu meðfram ströndinni, meðan konurnar Claire, Mary og Jane biðu heima í angist og örvæni. Tíu dögum síðar fékk Claire bréf frá Trelawny og Ro- berts, sem hafði þær fréttir að færa, að lík tveggja manna hefðu borizt á land, og við rannsókn reyndust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.