Úrval - 01.04.1974, Side 104

Úrval - 01.04.1974, Side 104
102 rússneskri fjölskyldu, sem bjó í nánd við Moskvu, og hún ákvað að nota sér það. En áður en hún laeði af stað til Moskvu, fékk hún annað tilboð. Trelawny skrifaði henni og sendi henni peninga fyrir farseðli til Florence og bauð henni að verða eiginkona sín eða ástmær, hvort sem hún kysi fremur. „Mundu, Claire,“ sagði hann. „Sönn vinátta er hvorki gráðug né bláþráðótt, við erum hátt hafin yfir alla leiðinlega samninga — veittu mér þessa sönnun hollustu þinnar.“ En Claire vildi hann ekki. Þegar Mary Shelley reyndi að telja hana á að taka honum, sagði hún: „Hann er svo gefinn fyrir mikil umsvif og alls konar rassaköst." „Ég þrái frið. Hann er uppfullur af fínum tilfinningum en ég á enga kjölfestu. Ég er auðug af kennisetn- ingum en tilfinningalaus. Hann skynjar allt með hjartanu, en ég með höfðinu.“ Að átta árum liðnum breytti Claire um skoðun. Orþreytt á kenjum úrkynjaðra niðja heldra fólks, skrifaði hún Tre lawny og stakk upp á því, að þau tækju nú saman. En nú hafði eldur- inn dvínað í æðum hans. Hann hafnaði boði hennar með mestu hæ versku. dívintýri Claire í Rússlandi keis- aranna urðu skammvinn. Þar eð hún neytti einungis græn- metis, notaði hún tímann til lestrar, sem aðrir höfðu til matar. Einn morguninn þegar hún leit yfir dagblöðin, kom hún auga á frásögn um andlát Byrons í ein- ÚRVAL hverri pestarholu austur i Grikk- landi 19. apríl 1824. í bréfum frá Englandi fékk hún sögulokin. Líkami hans hafði verið fluttur til Englands með skipi, varð veittur í stórri ámu af spíritus. Hann var látinn standa uppi í viku í dökklituðu herbergi við flöktandi kertaljós í þessu ástandi. Mary Shelley fór til að sjá hann. Fletcher, hinn dyggi þjónn Byrons var þar staddur. Mary hlustaði á hann og sagði þannig frá: „Ég gat dæmt af ógætnu orð- bragði hans, að húsbóndi hans hafði talað um Claire síðustu stundirnar og meira að segja óskað að gera eitthvað fyrir hana, en vissulega á þeim augnablikum, þegar vitund hans, flöktandi milli ráðs og óráðs, var ekki fær um neitt.“ Claire heyrði um þetta til Rúss- lands, og einnig um erfðaskrá By- rons lávarðar, gerða og undirskrif- aða, áður en Allegra dó, þar sem upphæð var ætluð þessari dóttur hans, en vissulega engin handa móð ur hennar. Árið 1828, eftir áratugs fjarvistir, kom Claire aftur til Eng lands. Og næstu tvo áratugi að undanteknum nokkrum ferðalögum, aðallega sem kennslukona, dvaldist hún í London. Þar gekk hún hús úr húsi, ag- andi auðmannsbörn frá Italíu, streð andi og stritandi við slíkt uppeldis- starf frá klukkan níu að rnorgni til sjö að kvöldi. „Ægilegt líf,“ sagði Trelawny um þetta. „And- styggilegur þrældómur.“ Samband hennar við Mary, stjúp systur sína, var samband af aðdá- un og öfund. Utan Englands eða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.