Úrval - 01.04.1974, Qupperneq 110

Úrval - 01.04.1974, Qupperneq 110
108 URVAL þess að benda á hlægilega róman- tískan uppgerðarsvip hans. En hann gerði ekkert til að tryggja eiginkonu sína fyrir tildri hans og sýndarmennsku og íullyrti við vini sína, að samband svona pars mundi ekki verða langlíft. „Þau hvorki óska þess né vilja það,“ sagði hann. „en þau njóta bæði tvö þess ótta og þeirrar at- hygli, sem þau vekja.“ Caroline, sem var öll á valdi ástríðna sinna, missti alla mótstöðu og sjálfsstjórn. Væri hún í sömu veizlu og Byron, hékk hún við arm hans. Væri hann í veizlu, þar sem hún var ekki boðin, þá beið hún úti meðal vagnstjóra og götulýðs, unz hann álpaðist út og hún komst í vagninn með honum. Brygðist koma hans einn einasta dag, dulbjó hún sig sem hestasvein, klæddist meira að segja karlmanns buxum og lagði leið sína til bæki- stöðva hans. Hún samþykkti hverja ósk hans. Hann taldi hana á að hætta við bók menntaklúbbinn. Hún gerði það. Hann sagðist fyrirlíta valsinn, sem þá var mest í tízku. Hún hætti að dansa. Þegar móðir hennar og tengda- faðir tóku saman ráð um að binda endi á samband hennar og Byrons, sagðist hún mundu flýja með hon- um. Tengdafaðir hennar, Melbourne lávarður, æpti bálreiður: „Farðu þá bölvuð, en ég býst ekki við, að hann vilji þig með sér.“ Með ekka þaut hún út úr húsinu og niður eftir Pall Mall. Eftir að hafa falizt í búð, tók hún sér va?n til Kensington. Þar pantsetti hún ópalhring fyrir 20 gíneur, fékk sér herbergi á leigu, gerði áætlun um að komast til Portsmouth og ásetti sér að fá far- miða með fyrsta skipi í hvaða átt, sem vera skyldi. Seinna sama dag, þegar Byron hafði fengið fréttirnar frá fjöl- skyldu hennar, kom hann þangað, sem hún var í leiguherberginu, og þar hjálpuðust þeir að, hann og vagnstjórinn, að þröngva henni til að snúa aftur og hætta við ferðina. Hún fór svo heim, eftir að Lamb hafði lofað að fyrirgefa henni. Byron var nú að verða uppgef- inn á æðisköstum og fáránlegum uppátækjum Caroline. Hann ákvað hlé á samvistum þeirra. Það skyldi gert á átakaþrunginn og ruddaleg- an hátt. Hann hóf samband við augna- bliksvinkonu Caroline, fertuga frú að nafni Lafði Oxford. Yfirkomin og þjökuð dyngdi hún vfir þau bréfum — reiðiþrungnum skammarbréfum. Þreyttur, örmagna og ákveðinn að slíta öllu sambandi við Caroline, þótt ekki bætti um með Lady Ox- ford, ritaði hann Caroline á ósvíf- inn hátt: „Lafði Caroline, ég er ekki fram- ar elskandi þinn. Þú neyðir mig til að iáta það með þessari óvenjulegu ofsókn.“ ..Mundu, að ég er hrifinn af ann- arri. Ég mun ávallt geyma í þakk- látum huga þær stundir, sem að- dáun þín hefur veitt mér. Ég mun áfram vera vinur þinn, ef þín tign
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.