Úrval - 01.04.1974, Side 112

Úrval - 01.04.1974, Side 112
110 að stöðva hana. Þegar hún var að falla í öngvit, rétti einhver henni glas af köldu vatni. Hún braut glas- ið á borði og reyndi að skera sig á púlsinn með beittum brotunum. Að síðustu var hún flutt heim örmagna. Byron hélt því fram, að hann hefði ekki vitað um þetta fyrr en daginn eftir. „Eg veit alls ekki, með hverju ég hef móðgað hana. Og einskisverð iðrun er hið eina, sem ég get sýnt gagnvart þessu atviki,“ skrifar hann lafði Melbourne. „Ætli hún sé með fullu viti? “ Samt stjórnaði Caroline sér nóg til að lýsa því yfir, þegar Byron giftist frænku hennar, Annabella Milbanke, 1815, „að Byron mundi aldrei lengi leggja lag sitt við konu, sem sækti reglulega kirkju, hefði skilning á skýrslugerð og væri ljót í vexti.“ Þessi yfirlýsing hennar eða spá- sögn reyndist rétt. Árið eftir, 1816, skildu þau hann og Annabella að lögum og Byron kvaddi England fyrir fullt og allt. Hann var í Genf, þegar Caroline loks kom fram hefndum af særðri sál, bókmenntalega. Hún gaf út skáldsögu í leikræn- um viðkvæmnisstíl, þar sem Byron, lafði Oxford, William Lamb og hún sjálf eru söguhetjurnar dulbúin sem skáldsagnapersónur. Þar er Byron gerður að ófreskju. Hún óskaði eft- ir, að hann læsi söguna. Það mun hann og hafa gert. I endi bréfs og ljóðs, sem hann sendi vini sínum John C. Hobhouse, ritar hann: „Glenarvon hef ég lesið líka, eftir Caro. Lamb. Fjandinn fjarri mér.“ ÚRVAL . JS Eftir útgáfuna varð eyðilegging Caroline alger. Lamb yfirgaf hana, særður út af sögunni. Hún gerði til raunir til að afturheimta ævintýri með Byron. En allt mistókst, eitt öðru meira. Svo var það einn daginn, eftir að Lamb hafði um tíma snúið heim íil hennar, að hún var í sínum daglega „reiðtúr", að hún mætti heilmikilli jarðarför á veginum til Newstead. Hún komst að raun um, að þetta var útför Byrons. Þetta sagði Lamb henni sama kvöldið, þegar hún kom heim. Þá hneigðist hún til eiturlyfja og brennivíns. Hún missti að mestu andlega heilsu og krafta. Hún var ófor- skömmuð við gesti, braut borðbún- að, reikaði um að nóttu, sinnti ekki reglulegum máltíðum og heimilis- haldi. Oft sneri hún drukkin til hvílu sinnar til þess að gráta ekkaþrungn um gráti undir mynd af Byron, sem hékk á veggnum við hliðina á mynd af Kristi á krossinum. Árið 1825 fékk Lamb algeran skilnað við Caroline. Tveim árum seinna varð hún alvarlega veik af vatnssýki. Þegar hún var að dauða komin, grátbað hún fólk sitt að færa sér Lamb til viðtals. „Hann er sá eini, sem aldrei bregzt mér,“ sagði hún. Lamb kom, sat við sæng hennar og talaði blíðlega til henn- ar. Blíðuatlot hans voru hið eina, sem hún hafði vonazt eftir. Hún andaðist daginn eftir. Augu hennar lokuðust ægilegum sýnum hrjáðs hugarflugs að eilífu. Sex árum síðar var William Lamb, sem nýlega hafði erft titil-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.