Úrval - 01.05.1978, Qupperneq 33
31
STYRJALDIR OG VEÐURFAR
En dapurleg reynsla sýnir okkur að í
fortlðinni hafa vísindauppgötvanir
næstum alltaf verið notaðar til
hernaðar, og hafa reyndar oft verið
gerðar meðan unnið var að lausn
hernaðarlegra verkefna. Á þetta
verður að binda endi, ef við á annað
borð viljum komast hjá alverlegri
kreppu eða jafnvel hmni siðmenn-
ingar nútímans.
★
Innrás lirfu síberíska silkiormsins er mikil ógæfa fyrir skógana, og
er réttilega nefnd „silkieldurinn”, en hann hefur herjað á stór skóg-
arsvæði í Síberíu og hinum fjarlægari austurhémðum.
Rannsóknarmenn á sýklarannsóknarstofu í Krasnoyarsk hafa ný-
lega uppgötvað sýkla sem ráða niðurlögum silkiormsins. Hvert
gramm af efninu inniheldur 20—30.000 milljón sýkla. Eitt kg. er svo
hrært út í vatni og því dreift yfir skógana úr flugvélum. Það nægir á
tvo hektara af skógi. Hið besta við þessa uppgötvun er að sýklarnir
granda hvorki mönnum, skepnum né gróðri.
Árangursrík tilraun hefur verið gerð með lækningamátt „hafurs-
þyrniberja”, sem réttilega hafa verið nefnd balsam Síberíu. Þau hafa
verið reynd með góðum árangri við lækningu magasárs, bmna og
annarra skemmda á húð manna. Ber þessi, sem em mjög auðug af
bætiefnum, em mikið notuð í sælgæti, ávaxtadrykki, síróp og líkjöra.
Berin sem nú vaxa á næstum 3.000 hektara svæði, em stöðugt færð til
annara landshluta, svo þessi undraber em nú ekki einungis ræktuð í
Síberíu heldur hefur einnig verið hafín ræktun á þeim í Kúbanhémð-
unum.
Gerð neðanjarðarbrautarinnar í Tashkent, sem hófst í apríl 1966,
er árangur af starfi og hugviti sérfræðinga vrðsvegar að. Nýjar hug-
myndir hafa verið hagnýttar og nýjar aðferðir við byggingu neðan-
jarðarbrautar fundnar upp. I fyrsta sinn hefur verið lagt í að byggja
neðanjarðarbraut á hinum virku jarðskjálftasvæðum Úzbekistan.
Fyrsta brautin, meira en 12 km. löng, var nýlega tekin í notkun og
tengir nú Chilanzar við miðhluta borgarinnar. Lokið hefur verið við
allar níu járnbrautarstöðvarnar og em þær skreyttar með granit í ýms-
um litum. Arkitektarnir notuðu til hins ítrasta hina víðfrægu reynslu
úzbekískra listamanna við skreytingar þessar, á veggjum, loftum,
lömpum og innréttingum stöðvanna. Nú em brautarsmiðirnir önn-
um kafnir við að leggja næstu llnu brautarinnar.