Úrval - 01.05.1978, Page 43
41
Stöðugt er unnið að því að finna orkugjafa í stað
brennsluefna, sem unnin eru úr jörðu og eru ekki
óþrjótandi.
LEYSA SÖL,
VINDUR OG VATN
ORKUVANDAMÁLIÐ ?
— Sergei Volokitin —
V’/vT/\V v
Í!Í
*
*
*
*
o
X< RKUSÉRFRÆÐINGAR
j binda einkum vonir við
vji. að leysa varmaorku efnis-
^;ins úr læðingi með beisl-
fí|anlegum hætti, en á því
er talið að orkuiðnaður
framtíðarinnar muni byggjast. Enn-
fremur sýna vísindamenn „hrein-
um” orkulindum náttúrunnar sér-
stakan áhuga, en þær menga ekki
umhverfið né ofhita það og eru raun-
verulega óþrjótandi. Þessar orkulindir
em: Sólin, vindurinn, hitinn í iðrum
jarðar og heimshöfin.
SÖLARORKAN
FREISTANDI
Sólargeislamir flytja gífurlega orku
til jarðarinnar, 14.000-20.000 sinn-
um meiri heldur en orkuneysla
heimsins er í dag. En viss atriði gera
nýtingu þessarar orku erfíða: Mikil
dreiftng sólgeislaflóðsins sem berst til
jarðarinnar og hversu það er háð veð-
urfari. Tilraunir vísindamanna bein-
ast að því að ryðja úr vegi þessum nei-
kvæðu þáttum og bæta nýtingu sólar-
orkunnar.
Reynslan af starfrækslu sólarorku-
stöðva til hitunar hefúr staðfest hag-
kvæmni þeirra, einkum á strjálbýlum
eyðimerkur- og fjallasvæðum þar sem
óhagkvæmt er að koma á fót kerfi
orkuflutningslína. Sólarorkustöðvar
hafa verið settar upp í Uzbekistan og
Turkmeníu til þess að dæla upp stein-
efnaauðugu jarðvatni til áveitu á
gresjurnar. Tilraunagróðurhús, kæli-