Úrval - 01.05.1978, Page 51
49
— Hugh Ganzer —
Fyrir þetta litla ber hafa menn hætt lífi sínu, farið um
heimshöfin og uppgötvað nýjarálfur.
ÞARSEM
PIPARINN GRÆR
NNI í skóginum með-
* ‘
ri\
I
fram Malabarströndinni 1
x $ suðvestur-Indlandi benti
>I$[_____|.)£ gamal! maður á vafn-
íK’TÍííKífítK- ingsjurt, sem vatt sig
utan um grófbarkað tré. „Taktu vel
eftir þessari plöntu,” sagði hann við
mig með samblandi af lotningu og
stolti. ,,Hún hefur breytt heims-
sögunni.”
Blöð plöntunnar mynduðu þétt
laufhengi, en sterkar ræturnar höfðu
öruggt tak í trjáberkinum. Ég varð að
leita vel til að sjá stilkana með grænu
berjunum sem fólust inni á milli
blaðanna. Gamli maðurinn hafði rétt
fyrir sér: Fyrir þennan sakleysislega
ávöxt höfðu menn hætt lífl sínu, siglt
umhverfis jörðina, lagt undir sig
heimsálfur og uppgötvað nýjan heim.
Sígræna vafningsjurtin Piper nigrum
— pipar — er ókrýndur kóngur
kryddjurtanna.
Mennirnir hafa notað pipar í meira
en 3000 ár, og pipar var ein af fyrstu
útflutningsvörum Indlands. Um
aldaraðir höfðu arabískri verslunar-
menn einokun á því að versla með
pipar og aðrar kryddvörur, því það
voru arabískir sæfarendur, sem fyrst