Úrval - 01.05.1978, Page 56
54
ÚRVAL
Höfuðborg 'Póllands hefur risið úr þeim rjúkandi
rústum, sem nasistar skildu eftirsig ístríðslok. Nú er hún
orðin daglegt minnismerki um bjartsýni og lifsvilja
pólsku þjóðarinnar.
VARSJÁ RÍS ÚR ÖSKUNNI
— Rudolph Chelminski —
Ð morgni 17. september
1939 kom þýsk sprengju-
flugvél yfir Varsjá og
>g. stakk sér niður að Zamek
vttrK'tjxýjírÍr Krðlewski — konungs-
höllinni, hinni táknrænu miðborg
Varsjár. Sprengjan sprakk í turninum
og kveikti í þakinu. Gullnir, stórir
vlsar turnklukkunnar stöðvuðust
þegar klukkan var 11,15- Þessi tími
og dagsetning er enn þann dag í dag,
nærri 40 árum seinna, brennd inn 1
vitund pólverjanna, því á þeirri
stundu hófst dauðastríð borgarinnar
þeirra.
Margar borgir biðu mikið tjón í
heimsstyrjöidinni síðari — Coventry,
Dresden, Leníngrað, Búdapest — en
tæplega nokkur jafn grimmilegt og
Varsjá. Borgin var að heita má jöfnuð
við jörðu, og íbúatalan varð næstum
að engu. En nú til dags eru gömlu
göturnar og garðarnir komin aftur
eins og fagurlega skreyttar kirkjurnar
og sundurleitur grúi gotneskra bygg-
inga og bygginga í endurreisnarstíl í
Stare Miasto — gömlu borginni.
Heimsstyrjöldin síðari var 17 daga
gömul þennan heita september-
morgun 1939- Fámennur hópur
safnaðist saman um brennandi
höllina, sem hafði verið aðsetur fyrri
konunga og þingstaður ríkisins.
Meðal áhorfendanna var Jan
Zachwatiwics, 39 ára prófessor í
arkítektúr við tækniháskóla Varsjár-