Úrval - 01.05.1978, Page 57
VARSJÁ RÍS ÚR ÖSKUNNI
55
borgar. Hann stóð í hljóðri sorg og
horfði á eyðilegginguna, en hélt aftur
af tárunum. Zachwatowics átti síðar
eftir að verða einn af mikilmennum
þessarar borgar, því það er nánast að
þakka ofurmannlegu átaki hans, að
höfuðstaður Póllands var endur-
reistur.
Ég ferðaðist nýlega til Varsjár til að
sjá þessa einstæðu borg, og heimsótti
prófessor Zachwatowics um leið. Það
var erfitt að skilja, hvernig þessi fyrir-
mannlegi, roskni maður gat sloppið
við að verða beiskur í skapi eftir allt
það sem hann hafði mátt horfa upp á
af illsku mannanna. „Borgin var
jöfnuð við jörðu í samræmi við
hugmyndafræðilega áætlun Hitlers,”
sagði hann við mig yfir konjaksgalsi í
litlu íbúðinni sinni. „Takmark þjóð-
verjanna var að gera sérkenni og
sjálfsvitund hinna undirokuðu að
engu — ogþessi sjálfsvitund er meðal
annars fólgin í sýnilegum minjum
um sögu fólksins.”
Það var eins og forlögin hefðu ráðið
því, að nemar við tækniháskólann í
Varsjá höfðu árin milli 1920 og 1940
kortlagt alla gömlu borgina i Varsjá af
mikilli kostgæfni. Hver einasta
bygging var nákvæmlega mæld og
teiknuð. Þegar striðið braust út,
safnaði Zachwatowics saman öllum
þessum teikningum, og áætlunum,
sem fylltu heilt herbergi, og múraði
þær inni í kjallaraklefa í húsi
Konungshöllin endurreist, eins og
hún leit úisumarið 1974.