Úrval - 01.05.1978, Page 60
58
ÚRVAL
Hallartogið 1945 — og eins og það líturnúút.
það, að Canaletto yngri varð leiðtogi
fyrir handverksmennina, sem endur-
reistu gömlu borgina.
Gagnrýnendum, sem kvörtuðu yflr
nauðsynjalausum útgjöldum við
endurreisn gömlu húsanna, gat
Zachwatowics svarað með þurrum
tölum: Það hafði ekki kostað meira að
endurreisa gömlu húsin en það hefði
kostað að byggja nýtískuhús. Og nú
eru pólverjar toltir yfír þvl að þeir hafa
sjálfír leyst af hendi og kostað endur-
reisn Varsjár, án erlendrar hjálpar.
Um allt Pólland, i verslunum, verk-
smiðjum og fyrirtækjumi var komið
upp söfnunarkössum til endur-
byggingar borgarinnar, og á þann átt
fékkst nærri þriðjungur kostnaðarins
af uppbyggingunni.
Perlan í ,,nýju, gömlu” Varsjá er
Rynek Starego Miasta, markaðstorgið
í gömlu borginni. Þetta stóra,
ferhyrnda torg, sem bílar fá ekki
aðgang að, er umkringt mjóum tré-
bindingshúsum með bröttum
burstum. Á miðju brústeinslögðu
torginu eru veitingabúðir og sölu-
turnar sem selja ís, ávexti og sælgæti.