Úrval - 01.05.1978, Page 94
92
ÚRVAL
U-2 — Race Car — sem sovétmenn
kölluðu ,,svörtu njósnafrúna.
hluta af sögu Nósenkós. Hann
staðfesti, að hann hefði skipað þá
stöðu innan KGB, sem hann hafði
tilgreint, með aðgangi að einstaklega
mikilvægum upplýsingum, og að
hann hefði fengið skeyti frá Moskvu
um að snúa heim aftur 4. febrúar.
Þessum upplýsingum var komið
áfram til CIA.
26. febrúar yflrheyrðu þrír starfs-
menn FBI Nósenkó, sem var undir
vernd CIA í Virginíu. Hann var
spurður um morðið á Kennedy og um
Oswald. Nósenkó endurtók fyrri
frásögn sína án þess að bæta nokkru
við eða breyta henni hið minnsta.
Oswald hefði fengið að vera í Sovét-
ríkjunum móti vilja KGB, sem hafði
ekkert samband við Oswald og ekki
hinn minnsta áhuga á honum. Starfs-
mennirnir bættu því í skýrslu sína, að
Nósenkó byggi ekki yfir frekari upp-
lýsingum og 1. mars sendi Hoover
þessa skýrslu áfram til Warrennefnd-
arinnar.
En skýrsla FBI um Nósenkó dugði
ekki Angleton og Sovétrússnesku
deildinni í CIA. 3. mars hafði
deildin samið 44 spurningar í máli
Oswalds til að leggja fyrir Nósenkó,
til þess að útvíkka nokkuð, ef hægt
væri, fullyrðing hans um samband
Oswalds og KGB. Hér em nokkrar
spurninganna: