Úrval - 01.05.1978, Page 97
LEYNDARMAL LEE HARVEY OSWALDS
95
Oswald situr hér fremstur fyrir miðju
og snýr vanga við myndavélinni.
Þetta er hópur sjóliða á Eiliþseyjum.
vissi um ferðalag Kofsjúks, og myndi
því örugglega reyna að varpa rýrð á
upplýsingar hans, eða að leiða CIA á
villigötur frá þeim. Hann sagði
Angleton, að sovéskur sendimaður,
gerður út til þess að koma fölskum
upplýsingum á framfæri, líklega í
dulargerfi pólitísks flóttamanns,
myndi áður en langt um liði setja sig í
samband við CIA í þessu skyni.
Sex mánuðum eftir að Gólitsín
flúði, skaut Nósenkó upp kollinum í
Genf. Angleton komst að því, að
upplýsingar Nósenkós voru í
furðulegu samræmi við það sem
Gólitsín sagði frá. Nósenkó hélt því
til dæmis fram, að hann hefði verið
fulltrúi Kofsjúks í KGB og hefði því
haft fágæta stöðu til þess að vita um
ferðlag Kofsjúks til að hitta
mikilvægan flugumann í Banda-
ríkjunum.
En þar sem Gólitsín gat sér til
þess, að Kofsjúk hefði farið að hitta
sovéskan flugumann sem ynni á
vegum CIA, sagði Nósenkó að
sendimaðurinn — sem fengið hafði
dulnefnið Andrey — hefði verið
ráðin tii KGB meðan hann hafði
stöðu í bandaríska herliðinu sem varí
tengslum við bandanska sendiráðið 1
Moskvu.