Úrval - 01.05.1978, Page 100
98
ÚRVAL
Samkvæmt lýsingum Gólitsíns á
vinnuaðferðum eystra hefði þrett-
ánda deildin átt að hafa hönd í
bagga með yfirheyrslunni, og ef
Nósenkó var sá, sem hann sagðist
vera, hefði hann átt að vita um hana.
Hvers vegna lagði hann svo ríka
áherslu, á, að Oswald hefði ekki verið
yfirheyrður? Auðvitað var Angleton
ljóst, að með Kennedymorðið i huga
myndi KGB gera allt, sem í hennar
■valdi stæði, til þess að breiða yfir
hvert minnsta samband, sem kynni
að hafa verið milli þrettándu
deildarinnar og Oswalds.
Angleton velti málinu vandlega
fyrir sér. Auk þess sem hann hafði
unun af að rækta orkideur, var hann
einkar þolinmóður silungs-
veiðimaður. Hann fór með flótta-
menn svipað og silung. Hann taldi,
að alla flóttamenn, hvort sem þeir
væru einlægir eða ekki, ætti að þreyta
þar til upp úr þeim væru komnar allar
fáanlegar upplýsingar. í átökum milli
tveggja leyniþjónusta var fast að því
jafn mikilvægt að uppgötva allar
falskar upplýsingar, sem reynt var að
koma á framfæri, eins og þær
"'fölsuðu.
fOGIÐ TILUM STÖÐU
I mars fóru alvarlegir brestir að
koma í sögu Nósenkós. Fyrst
viðurkenndi hann í strangri yfir-
heyrslu að hafa logið til um stöðu
Gegn samábyrgð
flokkanna