Úrval - 01.05.1978, Síða 102

Úrval - 01.05.1978, Síða 102
100 ÚRVAL mjög honum lægi á að komast frá Sovétríkjunum (með því að segja ósatt um skeytið). En í þessu tilfelli höfðu einmitt þessi upplognu atriði verið staðfest af Fedora,sovéska njósnaranum í New York, sem einnig lést vera njósnari fyrir FBI. CIA tók nú að kanna nánar þá fullyrðingu Fedora, að flótti Nósenkós hefði verið svo mikið áfali fyrir KGB að aliar aðgerðir rússnesku leyniþjónustunnar hefðu verið stöðvaðar, meira að segja í New York. í ljós kom, að starfsemi KGB, sem Nósenkó vissi um í Sviss, og CIA líka, var haldið áfram í febrúar og mars. Það virtist óskiijanlegt, að öll starf- semi KGB í New York, sem Nósenkó vissi harla lítið um, hefði verið stöðvuð, á sama tíma og starfsemi, sem vitað var að hann vissi um 1 Sviss, var haldið áfram. Það leit út fyrir að Fedora, átrúnaðargoð Hoovers, væri að reyna að hyssa undir Nósenkó og gera hann trúlegri. Það jók á vantrú CIA á Fedora og starfsemi hans. Hvers vegna myndi Fedora „staðfesta” falsaðar upplýsingar nema hann væri „milliliður” KGB til þess að koma röngum upplýsingum til FBI? Bæði Angleton og Sovétrússneska deildin hjá CIA tóku sitt í hvoru lagi að rannsaka þann möguleika, að Nósenkó væri I raun og vem sovéskur flugumaður, sem KGB hafði sent í dulargerfi pólitísks flóttamanns. „HARÐVÍTUG YFIRHEYRSLA” Nósenkó var settur í lygamæli — og mælirinn sýndi hann segja ósatt. Frekari yfirheyrslur leiddu í ljós gloppur í þekkingu hans á KGB. Þeir, sem yfirheyrðu hann, hölluðust æ meira að því, að Nósenkó væri aðeins innantóm skel, sem áróðurs- meistarar KGB hefðu fyllt af upp- lýsingum — og villandi upplýsing- um — sem þeir óskuðu að hann bæri með sér vestur um haf. Og ef Nósnekó var ekki sá sem hann sagðist vera, benti það til þess, að sovéska stjórnin væri að reyna að spinna upp sögu til þess að leiða Warrennefndina á villigötur hvað snerti Oswald. En á hvern hátt? Hvorki Angleton né Sovétrúss- neska deildin töldu, að Oswald hefði verið að fullnæjga sovéskri skipun, þegar hann myrti Kennedy forseta. Líklegra sýndist, að hlutverk Nósenkós væri að vernda fyrri sambönd sem Oswald hefði haft við KGB. Samkvæmt þessari kenningu hafði Nósenkó verið sendur til að styrkja sögusögnina um „óstöðugleika” Oswalds, og til þess að afneita því rækilega, að Oswald hefði verið í þjónustu KGB fyrir eða eftir flótta hans þangað 1959 cða meðan á dvöl hans þar stóð. Hann átti líka að afneita öllu sambandi KGB og Matínu. Hann hafði verið valinn til þessa verks af því að KGB hafði þegar komið honum á framfæri við CIA 1962. CIA taldi, að undir réttum kring- umstæðum væru góðar líkur til að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.