Úrval - 01.05.1978, Side 108

Úrval - 01.05.1978, Side 108
106 ÚRVAL ingaheimili í sex vikur, þar sem hann varð að undirgangast sálkönnun. Sál- fræðiskýrsla Dr. Renatus Hartogs lýsir honum sem „yfirspenntum, inn í sig gengnum og öaðgengilegum dreng, sem er innilega frábitinn því að ræða um sjálfan sig og tilfinningar sínar.” Oswald sýndi líka merki um góðar gáfur: ,,Lee hefur langt yfir meðal- talsgreind. Geta hans til óhlutbund- innar hugsunar og orðaforði hans er hvort tveggja vel þroskað. Ekki varð fundið að hann hefði á nokkurn hátt staðið sig illa í skóla að undanskildu skrópinu.” Lee virðist líka hafa fengið áhuga á stjórnmálum, meðan hann var í New York. Seinna hélt hann því fram, að áhugi hans á marxisma hefði hafist er hann las bækling sem mótmælti af- tökum Juliusar og Ethel Rosenberg fyrir njósnir á stríðstlmum. Hann sneri aftur til skólans í sept- ember þetta ár og tók miklum fram- fömm. Hann var meira að segja kjör- inn bekkjarformaður í áttunda bekk. En í október 1953 var aftur klagað undan því við unglingaeftirlitið að hann væri „óstýrilátur,”, — svo virð- ist sem hann hafi gert sig sekan um að neita að hylla bandaríska fánann. Marguerite fór með Lee aftur til New Orleans snemma árs 1954, og í október 1955, þegar hann varð 16 ára, falsaði hann nafn móður sinnar á bréf, þar sem skóla hans var tjáð að fjölskyldan væri að flytjast til San Diego. Þar með hætti hann í skóla. Svo falsaði hann skjal sem staðhæfði að hann væri 17 ára og vélaði móður sína til að undirrita það, svo hann gæti gengið í sjóherinn. En sjóherinn hafnaði umsókn hans og sagði honum að reyna aftur að ári. Nokkrar vikur árið 1956 vann hann sem sendisveinn fyrir Pfísterer Dental Laboratory, þar sem hann kynntist Palmer E. McBride, sem líka var sendisveinn, og hafði eins og Oswald áhuga á sígildri tónlist. Lee lærði fljótlega á heimsóknum sínum heim til McBride að ræða um stjórnmál. ,,Lee Oswald trúði í alvöru á ágæti kommúnismans og prédikaði hann við hvert tækifæri,” segir McBride. , ,Hann sagði að kapítalistar arðrændu verkalýðsstéttina og megininntakið í ræðum hans var, að verkalýðurinn myndi einhvern tíma rísa upp og varpa af sér hlekkjunum. ’ ’ 24. október 1956 gekk Lee í sjóher- inn 1 Dalias. Eftir tíu efíðar vikur í þjálfunarbúðum var hann sendur til frekari þjálfunar í Camp Pendleton í Kaliforníu. Einn sjóliðanna í átta manna flokki Oswalds, sem einnig deildi tjaldi með honum, var Allen R. Felde frá Milwaukee. Hann minn- ist þess, að meira að segja meðan þeir vom að æfa bardagatækni, hafí Os- wald gagnrýnt bandaríska utanríkis- stefnu. Hann hafði allt á hornum sér út af þátttöku Bandaríkjamanna í Kóreustríðinu, sem hann sagði að „leiddi til einnar milljónar tilgangs- lausra manndrápa.” (Hann kenndi Eisenhower forseta um þetta.) Hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.