Víðförli - 01.11.1954, Side 3
SIGTJRBJÖRN EINARSSON:
Sigur krossins signr vor
i.
í miklum fjarska löngu liðinnar aldar og þó nær en allt,
sem tíðindum þykir sæta í dag — píslarsagan.
Saga, sem geymist, þótt flest sé gleymt, sem gerðist á
þessari horfnu öld og geymast mun, þegar þessi nútíð, sem
vér köllum svo, er sokkin í gleymskunnar sjá.
Leikurinn var ójafn frá upphafi. Leikslok fyrirsjáanleg.
Og þó. — Vér vitum, hvernig fór. Það kann að villa oss
sýn. Ef vér setjum oss í spor þátttakenda og áhorfenda,
virðist sem enginn hafi verið viss um leikslokin fyrirfram
— nema einn, sá, sem tapaði.
LEinir væntanlegu sigurvegarar voru ekki öruggir um úr-
slitin. Það er augljóst af öllu atferli þeirra. Flýtir þeirra
og flaustur, andvökur og liðsafnaður, öll þeirra mörgu orð,
háreysti, ofsi, allt þetta ber með sér, að þeir voru ekki
s:gurvissir. Það var uggur í þeim, beygur um, að þeir hefðu
ekki fangann á valdi sínu, þrátt fyrir fjötra og sterk varð-
höld, þótt hann væri einn og allslaus, en þeir margir og
mikils megandi og nytu stuðnings stórveldis. Þeim stóð
stuggur af þögn hans, því voru þeir svona mælskir. Þá
uggði vald á bak við vanmátt hans, er væri ofjarl þeirra.
Misþyrmingar þeirra og hæðnishróp gátu ekki kæft þann
grun. Jafnvel þegar búið er að koma honum tryggilega fyr-
ir á krossinum milli illvirkja er sem þeim finnist varla öllu