Víðförli - 01.11.1954, Side 39
VALDESAKIRKJAN
37
fara, enda er oft messað þar jafnt helga daga sem virka.
Kirkjur rómversk kaþólskra og margra lútherskra manna
eru mikið skreyttar, en í kirkjum Valdesa sést ekkert skraut
og engar myndir. Andspænis inngöngudyrum blasir við
mikill ræðustóll, en framan við hann stendur lítið tréborð,
sem kemur í stað altaris, og á því er venjulega opin Biblía.
Hún er ljósið, sem hefur skinið á myrkum vegi Valdesa og
vísað þeim rétta leið. Kirkjan minnir einna helzt á sam-
komuhús. Sálmasöngurinn er þróttmikill, enda syngur söfn-
uðurinn með þeim innileika og hrifningu, sem einkennir
þessa söngelsku þjóð. Presturinn biður bænar, les úr ritn-
ingunni og flytur eldlega ræðu. Altarisgangan á eftir fer
fram með virðuleik og alvörublæ. Presturinn gengur úr
prédikunarstólnum og stendur ásamt leikmanni úr söfnuð-
inum á milli prédikunarstólsins og tréborðsins, og snúa þeir
s 'r að söfnuðinum. Presturinn blessar brauð og vín og segir:
„Brauðið, sem vér brjótum, er samfélag um líkama Krists,
sem fyrir oss var píndur. Neytið þess allir. Sá bikar bless-
unarinnar, sem vér blessum, er samfélag um blóð Krists,
sem fyrir oss er úthellt. Drekkið allir þar af.“
Því næst koma meðlimir safnaðarins tveir og tveir í einu
upp að litla tréborðinu, standa fyrir framan það og meðtaka
bi'auðið hjá prestinum og vínið fær hver og einn úr litlum
bikar, sem aðstoðarmaðurinn réttir altarisgestum. Meðan
á altarisgöngu stendur, er hvorki spilað né sungið, svo að
ég sakna að sumu leyti þess hátíðleika, sem einkennir alt-
arisgöngur lútherskra manna. Það er ógleymanlegt að fá að
taka þátt í altarisgöngu með afkomendum þeirra manna,
sem svo miklu urðu að fórna fyrir trú sína — já, ekki að-
eins heimilum og mörgum af þægilegri hliðum tilverunnar
heldur jafnvel lífinu sjálfu. Valdesakirkjan‘á því í sann-
leika sagt stórfenglegri sögu að baki, en flestar aðrar kirkj-