Víðförli - 01.11.1954, Side 72
SIGURBJÖRN EINARSSON:
Sköpunarsaga og sköpunartrú
Sköpunarsagan í fyrsta og öðrum kap. Biblíunnar hefur
oft verið rædd og stundum af allmiklum hita, einkum þeg-
ar umræður hafa snúizt um afstöðu þessarar sögu til nú-
tímavísinda.
Hér er ekki ætlunin að lengja þessa umræðu til mikilla
muna, en reynt verður að benda á nokkur atriði, sem varða
k'arna málsins. Oftast eru það alger aukaatriði, sem blínt
er á, þegar þetta er rætt.
Kristin trú byggist á Biblíunni. Til Biblíunnar leitar
kristinn maður um svör við þeim spurningum, bæði almenn-
um og persónulegum lífsvandamálum, sem eru þess eðlis,
að engin vísindi geta tekið þær fyrir til úrlausnar, hvað þá
leyst þær. Kristnir menn hafa engar sérstakar fræðilegar
kenningar um uppruna og þróun heimsins og lífsins. A vís-
indalegum vettvangi eiga þeir samstöðu með öðrum mönn-
um, leitast við eins og aðrir og með öðrum að skilja hlutina
og skýra þá, þ.e.a.s. að setja fyrirbæri raunheimsins í skilj-
anlegt og sennilegt samband hvert við annað. En trú krist-
inna manna felur í sér ákveðna vitund um ókannanlegt
baksvið skynheimsins og mannlegs lífs. Grundvöllur þeirr-
ar vitundar er sá, að hinn ósýnilegi alvaldur, sem tilveran
lifir og hrærist í, hafi gert sig kunnan hér á jörð, opinber-
ast, að hann sé nærri hverjum og einum af oss, leitist við að