Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 69
SAMEIGINLEGIR ÞÆTTIR í STARFI PRESTA OG LÆKNA
67
til þess að gera þá færa ura það að umgangast menn í öll-
um stcttum, af öllum pólitískum og trúarlegum flokkum,
og af öllum siðgæðislegum stigum, sem vini og jafningja,
án þess að dæma þá eða leggja áherzlu á það sem miður
fer í fari þeirra. Sérstaklega á þetta vel við hér á landi,
þar sem námsmenn vinna fyrir sér á sumrin við alla al-
genga vinnu. Kynnast þeir þá betur en ella myndi daglegu
lífi fólks og háttum þess.
Bæði prestar og læknar eru og eiga að vera þjónar ann-
arra manna til sálar og líkama. Prestarnir með sérþekkingu
sinni á hinum siðferðilegu og andlegu lögmálum Skapar-
ans, en læknar með þekkingu sinni á efnislegum og líkam-
legum lögmálum hans. Þar eð þessi lögmál lífsins eru víða
órjúfanlega samtvinnuð er óhjákvæmilegt að störf presta
og lækna verði áfram mjög skyld á köflum, og munu senni-
lega færast allmiklu nær hvort öðru eftir því sem tímar
líða fram. Ekki má samt gera of miklar kröfur til þessara
manna frekar en annara, þar eð þeir eru einnig næsta ófull-
komnir eins og allir aðrir.
Prestur getur verið mikill og góður trúmaður, og haft
yfir mikilli hagnýtri þekkingu að ráða í sálarfræði. trú-
fræði og sálgæzlu, þó að hann sé ófullkominn á öðrum
sviðum og jafnvel all fjarri því að vera heilagur maður.
A sama hátt hafa læknar oft unnið mikilsverð störf á sínu
sviði þó að þeir gengju ekki heilir til skógar eða væru all-
f 'a’-ri því að vera alheilbrigðir. Um heilagleika þeirra er
ekki vert að tala.
Þetta er raunar einnig mjög greinilegt í ýmsum öðrum
starrs(rreinum, svo sem hjá kennurum, lögfræðingum og
stjörnmálamönnum og svo mætti lengi telja.
Vísindin og trúmálin nálgast nú hvort annað hröðum skref-
um. Til þess benda ummæli margra merkustu vísindamanna