Víðförli - 01.11.1954, Page 16
14
VlÐFÖRLI
verið nefnd huglæg (subjektiv), hin hlutlæg (objektiv).
Iiuglæg friðþægingarkenning er að aðalefni sú, að gildi
krossdauðans sé aðeins fólgið í þeim áhrifum, sem hann
heíur á huga mannanna og afstöðu þeirra. Hlutlæg friðþæg-
ingarkenning telur gildi krossdauðans hlutlægt, þ.e. að hann
ha'i breytt innbyrðis afstöðu Guðs og manns.
Nokkur viðleitni til þess að brjóta málið til mergjar mun
fljótlega finna, að það er ekki eðlilegt, að kristnir menn
skipi sér í öndverðar fylkingar eftir þessum miðum. Þeir,
sem skoða sig fylgjendur huglægrar friðþægingarkenningar,
gera að sjálfsögðu ráð fyrir og ganga út frá því, að kross-
dauðinn sé hlutlæg staðreynd og ekki hugarburður. í fyrsta
lagi er um viðburð að ræða, sem hefur gerzt á jörð, í mann-
kynssögunni. I öðru lagi gengur hin huglæga friðþægingar-
kenning í sinni sístæðu mynd út frá því, að Jesús sé opin-
berun Guðs og að hann birti það í pínu sinni, hvað Guð vill
á sig ieggja fyrir mennina: Vér sjáum í krossi Krists, hversu
Guð elskar oss, og þegar vér hugsum út í það, hlýtur að
vakna kærleikur hjá oss á móti.
Engum blandast hugur um, að þetta er í sjálfu sér rétt og
verðmætt, svo langt sem það nær. „Guðs míns ástar birtu
bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá.“ Þessi strengur hefur óm-
að sterklega í allri kristinni,játningu og boðun frá öndverðu.
Og enginn hefur skilið friðþæginguna hlutlægt á þann veg,
að hann hafi talið viðburðinn fullgildan í sjálfum sér, án
tillits til áhrifa hans á huga mannanna. Enda væri slíkur
skilningur í fullri mótsögn við þá staðreynd, að Nýja testa-
mentið og öll kirkjuleg kenning boðar krossinn, skírskotar
til trúar á Jesúm Krist og hann krossfestan.
Hér hljóta allir kristnir menn m.ö.o. að fylgjast að nokk-
uð á leið. En meðan samfylgdin endist innan þeirra tak-
marka, sem s.n. huglæg friðþægingarkenning markar, er