Víðförli - 01.11.1954, Side 77
SKÖPUNARSAGA OG SKÖPUNARTRÚ
75
sauðfénað allan og uxa,
og auk þess dýr merkurinnar,
fugla loftsins og fiska hafsins,
allt það, er fer hafsins vegu.
Drottinn herra vor.
hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina.
I
Það þarf ekki glöggt eyra til þess að heyra stefið í þess-
um sálmi. Maðurinn er smár, er hann virðir fyrir sér
handaverk Guðs, alheiminn. En Guð hefur „minnzt“ hans,
„vitjað“ hans, og veitt honum umráð yfir náttúrunni. (sbr.
1. Mós. l,26nn). Tign mannsins er fólgin í vitund hans um
skapara sinn og honum ber að minnast, að vald hans yfir
náttúrunni er umboð, sem Guð hefur veitt honum af náð.
Hinn trúaði, tilbiðjandi söfnuður sér dýrð Guðs í skuggsjá
sköpunarverksins og þakkar í auðmýkt, undrun og lotningu
náð hans við manninn. Og lofgjörð jarðneskra vara, trúar-
játning smælingja, drukknar ekki í hvelfingum alheims-
musterisins, fölnar ekki fyrir ljóma þeirrar dýrðar, sem
breiðist um himinn og jörð frá ásjónu hins mikla Drottins.
Hann hefur kallað manninn til hluttöku í sköpun sinni, í
barnttu sinni gegn því, sem er gagnstaðlegt vilja hans og
hamlar gegn hans góða valdi.
Þegar menn hafa komið auga á kjarna sköpunarsögunnar
og eftir hvaða miði hún er sögð, þá ætti að vera ljóst, að
það skiptir næsta litlu máli, í hvaða röð þau fyrirbæri eru
nefnd, sem við getur í henni. Það er í rauninni jafnlítils
varðandi eins og það, í hvaða stefnu augum er rennt, þegar
skoðað er málverk eða landslag, hvort þeim er rennt frá
hægri eða vinstri, upp eða ofan. Heildaráhrifin skipta
máli. Og heimsmyndin, sem birtist í baksýn sögunnar, er
ekki veigameira atriði en tungumálið, sem upphaflega