Víðförli - 01.11.1954, Page 46
44
VÍÐFÖRLI
ná. Það þarf að nytja landið hér, rækta það og prýða, víst
er utn það og öllum augljóst. En nytjun landsins út af fyr-
ir sig hefur ekki skipað Skálholti fremst hérlendra jarða,
heldur hitt, sem hér var lagt í hið andlega þjóðarbú
af kirkjulegri hálfu. Væri frummerking orðsins „kultur“
(ræktun) einhlít og altæk, væri íslenzka þjóðin í eitt skipti
fyrir öll dæmd úr flokki menningarþjóða.
Það þarf enginn að hafa áhyggjur af nytjun Skálholts-
lands. Hún kemur af sjálfu sér, jafnhliða því sem mannlíf
eflist hér að nýju og byggðir blómgast. Einhverjum stoðum
verður undir þennan stað rennt. En hverjum? Hvaða at-
kvæði ætlar kirkjan að hafa um það, hvaða íhlutun og áhrif ?
Hvað tekur við? Þjóðin er vöknuð. Þjóðin er að verða
þess albúin að ráðast í stórvirki hér á staðnum.
En kirkjan?
Hún þarf að fylgja þessari vakningu eftir af stórhug,
einurð og einhug. Hún má ekki bregðast í því að hefja hér
merki, sem þjóðin geti skipað sér um í þeirri vitund, að hún
sé að sæma þær minningar, sem hún á dýrastar og gera
háleitar hugsjónir að veruleik.
Kirkju feðranna hillir uppi í sögunni. Nýlega sagði gáf-
aður maður úr leikmannastétt við mig: „Islandssagan er
alveg á sérstakan hátt saga kirkjunnar. Það, sem saga kon-
unga og annarra slíkra mektarmanna er öðrum þjóðum, það
er saga biskupa og kirkjunnar hjá okkur“.
Innst inni þráir þjóðin, að kirkjan sýni enn reisn og for-
ustuhug. Hún vill eignast nýtt Skálholt, sem hún geti mikl-
ast af og borið lotningu fyrir. Hún vill, að þessi „allgöfug-
asti bær“ íslenzkrar sögu helgist að nýju af kristinni iðkun
og starfsemi og fái aftur kirkjulegan höfðingssvip.
Ekki óska ég þess, að kirkjan berist á, hvorki hér né ella,
sízt hér. En hún verður að kunna að meta og nota þau ítök,