Víðförli - 01.11.1954, Qupperneq 76
74
VÍÐFÖRLI
oft gleymast, bæði þegar hún er sótt og varin, og öll athygli
beinast að umgjörðinni.
Þeir, sem hugleiða eða ræða sköpunarsöguna, þurfa fyrst
og framar öðru að gera sér þetta ljóst. Þegar þeir bera ein-
stök atriði hennar saman við náttúrufræðilegar kenningar
eða staðreyndir, þá verða þeir að minnast þess, að hún er
sögð frá sjónarhóli mannsins, þess manns, sem tilbiður Guð
sinn og skapara. Fyrirbæri náttúrunnar, ljósið, skipti dægra
og árstíða, jörð og sól og stjörnur, fiskar, jurtir, fuglar og
fénaður, eru leidd fram á sjónarsviðið í því skyni að setja
þau í afstöðu við manninn: Hann er þiggjandi þeirrar auð-
legðar, sem sköpunin birtir, allt, sem á er bent, eru gjafir
Guðs, allt er tilefni þakkargjörðar, því að allt vottar mátt
og gæzku Skaparans.
Þetta skýrist bezt með samanburði við 8. sálm. Davíðs, en
sá sálmur er e.t.v. bezta útlegging Biblíunnar sjálfrar á
sköpunarsögunni:
Drottinn, herra vor,
hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina,
þú, sem breiðir ljóma þinn yfir himininn.
Af munni harna og brjóstmylkinga hefur þú gjört þér
vígi sakir fjandmanna þinna, til þess að þagga niður
í óvinum þínum og fjendum.
Þá er ég horfi á himininn, verk handa þinna,
tunglið og stjörnurnar, er þú hefur skapað, —
hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans,
og mannsins barn að þú vitjir þess?
Og þó gjörðir þú hann nálega að guðdómi,
með sæmd og heiðri krýndir þú hann.
Þú lézt hann ríkja yfir handaverkum þínum,
allt lagðir þú að fótum hans,