Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 53
SKÁLHOLT Á TÍMAMÓTUM
51
að gera sér ljóst, að hér er vandasamt mál og ábyrgðarmik-
ið, sem ekki má hrapa að á nokkurn veg.
Kirkjubyggingarmál hafa reynzt vandmeðfarin. En hér
er það verk framundan, sem þarfnast meiri aðgæzlu en
nokkur önnur kirkjuhygging hér á landi. Skálholt er full-
komlega einstæður kirkjustaður. Það verður ekki síður
minnilegur og viðkvæmur helgistaður í augum eftirkom-
andi kynslóða en í vorum augum, nema fremur verði. En
engir aðrir en vér fá atkvæði um útlit og gerð þeirrar
kirkju, sem hér verður reist nú á hinum helga grunni, hvorki
liðnar kynslóðir né óbornar.
Þeim manni væri undarlega farið, sem eklci fýndi, hví-
líkur vandi það er, sem fylgir þessari vegsemd, og ekki
hugsar rneð hrolli til þess möguleika, að vér kynnum síðar
meir að hljóta þann dóm að hafa ekki verið þessum vanda
vaxnir.
Það hefur orðið ófriður um ýmis kirkjubyggingaráform,
eins og alkunnugt er, sem hefur tafið eða hindrað fram-
kvæmdir og sundrað þeim kröftum, sem saman þurftu að
standa. Þessi dýrkeypta reynsla minnir líka á, að hér er
varygðar þörf.
Ihugun þessara staðreynda hefur, að því er mér er vel
kunnugt, sannfært marga um það, að öryggi í meðferð þessa
kirkjubyggingarmáls sé eitt og aðeins eitt: Að styðjast við
þá hefð, sem hér er fyrir, taka Skálholts-dómkirkju gömlu
beinlínis til fyrirmyndar.
Með þessu er ekki sagt, að þessir menn hafi almennt ein-
skorðað sig fyrirfram við Brynjólfskirkju. Þeir, sem mest
hafa um málið hugsað, hafa þvert á móti gert sér ljósa nauð-
syn þess að kanna kirkjubyggingarsöguna alla sem gerst. Það
kapp, sem Skálholtsfélagið hefur lagt á það að kirkjugrunn-
urinn hér væri rannsakaður til hlítar og önnur gögn könnuð