Víðförli - 01.11.1954, Side 8
6
VÍÐFÖRLI
skálum þeirrar baráttu, sem hann háði í Guðs nafni, ábyrgð-
in á bak við það vald, sem hann tileinkaði sér, skilyrði þess
valds, möguleiki og grundvöllur fyrir þeirri framkvæmd
þess, sem Guð ætlaðist til: Ég er kominn til þess að láta
lífið til lausnargjalds, til syndalausnar. Líkami minn er fyr-
ir yður gefinn, blóð mitt fyrir yður úthellt til fyrirgefning-
ar syndanna.
Þannig túlkaði Jesús dauða sinn fyrir vinum sínum.
A leiðinni til aftökustaðarins bar fyrir hann nokkrar við-
kvæmar konur, sem grétu yfir hörmulegum afdrifum hans.
Hann sneri sér til þeirra og mælti: Grátið ekki yfir mér, en
grátið yfir sjálfum yður og börnum yðar.
Hugsaði hann ekki um fleiri en þær, þegar hann sagði
þessi orð?
Hann bugaðist ekki í kvöl sinni. En hann hafði grátið
smlfur fáum dögum áður, grátið yfir Jerúsalem: Jerúsalem,
Jerúsalem, þú, sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem
sendir eru til þín, hversu oft hef ég viljað saman safna
börnum þínum, eins og hæna ungum sínum undir vængi
sér, og þér hafið ekki viljað það.
Hafði hann Jerúsalem eina í huga? Sögu ísraels hefur
hann ótvírætt í huga, viðskipti þeirrar þjóðar við spámenn-
ina, þá, sem Guð hafði sent til hennar, viðskipti hennar við
Guð. Þá sögu hafði hann áður endursagt í stuttri dæmi-
sögu: Húsráðandi plantaði víngarð og seldi hann vínyrkj-
um á leigu. Hann sendi þjóna sína til þess að sækja ávöxt-
inn, en vínyrkjarnir tóku þá, börðu, grýttu og drápu. I.oks
sendi hann elskaðan son sinn. En einnig hann tóku þeir og
myrtu. (Mark. 12,1—9).
Að skilningi Jesú einkenndist saga ísraels af baráttu, þar
sem Guð er annars vegar, mennirnir hins vegar og það illa
vald, sem þeir lúta. Gegn þrotlausri andstöðu hafði Guð