Víðförli - 01.11.1954, Page 105
ALÞJÓÐLEGT KIRKJUÞING AÐ EVANSTON
103
grundvallaratriðum. Annars hefði yfirgnæfandi meirihluti
samþykkt skýrslu undirbúningsnefndar. „í grundvallarat-
riðum vorum vér sammála um, að Biblían verði að móta
allar umsagnir vorar um hina kristnu von. Einnig vorum
vér sammála um, að hin kristna von er ekki grundvölluð á
mannlegri eftirvæntingu, heldur á fyrirheitum Guðs í Ritn-
ingunni og á áhrifum virkrar nærveru Krists. Næstum all-
ir vorum vér sammála um, að í hinum eschatologiska boð-
skap kristindómsins tilheyrir koma Krists í sögunrii . .. .,
nærvera hans í orði og sakramentum, óaðskiljanlega end-
urkomu hans . . . . í umræðum í hópunum hefur orðið beinn
árekstur milli Nýja testamentishugsunar annars vegar og
húmanistískrar hugsunar hins vegar. Þess vegna voru menn
einna mest ósammála um, hvort kristindómurinn lýsi ein-
göngu eða fyrst og fremst yfir annars heims og framtíðar
von eða hvort vitnisburð hans um þessa von megi heimfæra
til nútímans (is relevant for the present) .... Mönnum
fannst almennt, að samanburður á hinni kristnu kirkju ann-
ars vegar og húmanisma, þjóðernisstefnu, marxisma og alls
kyns „isma“ hins vegar, gera kröfu til ýtarlegri greina-
gerðar heldur en þessi skýrsla gat gert.“
Öðru hverju allan þingtímann voru fundir, sem fjöll-
uðu um ýmsar deildir Alheimsráðs kirkna og starf þeirra
næstu 6 árin. Báru menn fram ýmsar tillögur um við-
fargsefni og á hvern hátt Ráðið gæti orðið kirkjunum til
styrktar í vandamálum þeirra.
Síðari hluta þingsins voru fundir um sex undirefni þess, og
skiptu menn sér niður á efni eftir áhugamálum. Efnin nefnd-
ust: Eining vor í Kristi og óeining sem kirkjur. — Kirkjan
mitt í átökum þjóða og kynþátta. — Ábyrgt þjóðfélag í
heiminum í dag. — Kristniboð kirkjunnar meðal þeirra,
sem eru utan hennar. — Kristnir menn í baráttunni fyrir