Víðförli - 01.11.1954, Qupperneq 83
SKÖPUNARSAGA OG SKÖPUNARTRÚ
81
var uppistaðan í helgihaldi hinnar kaldversku höfuðhátíðar,
sem haldin var til vegsemdar goðahöfðingjanum, Mardúk
(sbr. Trúarbrögð mannkyns bls. 70—71). Efni hennar var
á þá leið, að frumkrimsl tvö, Apsu og Tiamat, tóku að
timgast og gátu þau af sér goðin. Goðin ungu voru ærsla-
fengin og trufluðu værð foreldra sinna. Apsu og Tiamat,
ákváðu þá að bana afkvæmum sínum. En goðin báru hærra
hlut í ferlegri viðureign. Foringi þeirra, Mardúk, klauf
Tiamat eftir endilöngu og gjörði himininn úr öðrum hluta,
jörðina úr hinum.
Áþekkar sköpunarsögur verða fyrir hjá öðrum fornum
þjóðum, svo sem Indverjum og Islendingum, og hjá ýmsum
frumstæðingum.
Nokkuð bendir til þess„ að höfundur sköpunarsögunn-
ar í 1. Mós. hafi þekkt hina kaldversku goðadrápu, enda
mun hún að nokkru byggð á sam-semítískum erfðahugmynd-
um. En meðferð efnisins er mjög á aðra lund, lýsir allt öðru
trúarlegu viðhorfi og gjörólíkri guðsmynd. Hin guðlega há-
tign birtist í alveldi sínu að baki hins sýnilega heims, kallar
tilveruna fram með orði máttar síns. Hann talaði og það
varð, hann bauð og þá stóð það þar (Sálm. 33,9). Alheim-
urinn verður til í huga hans og fæðist að boði hans. Einn
þáttur hins mikla verks líður af öðrum fyrir hugskotssjónir
leifturhratt. Hvert atriði byrjar og endar eins: Guð sagði
.... og Guð sá, að það var gott. Allt hefur sömu rök og
sama markmið: Það er hugsað af Guði, skapað af orði hans,
til góðs. Heimur Guðs, sem hann hefur gefið manninum, er
góður. Myrkur og dauði, böl og illska á ekki heima þar —
það áréttar syndafallssagan síðan á sinn hátt. „Allt er
gott, sem gjörði hann“. Þessi skilningur ríkir í allri Biblí-
unni. Sköpun er ekki fyrst og fremst það að búa til, held-
ur að valda góðu, sigrast á illu, vekja líf af dauða, snúa