Víðförli - 01.11.1954, Qupperneq 97
ALÞJÓÐLEGT KIRK.JUÞING AÐ EVANSTON
95
og hafa gengið saman í eitt kirkjufélag. Newbiegen var
kosinn biskup, þótt ungur væri, og hefur getið sér gott orð
í starfi sínu. Yar hann kjörinn formaður nefndar þeirrar,
er fjallar um boðskap þingsins, og vakti hann athygli allra
þirgfulltrúa fyrir framkomu sína í hvívetna. Klæddist hann
jafnan hvítum biskupskyrtli sínum.
Síðari hluta sunnudagsins hófst fyrsti þingfundur, var
hann haldinn í geysistóru húsi, sem nefndist „McGaw
Hall“. Það er einn stór geymur, reistur af háskólanum, og
nefndur eftir kristniboða, sem var í Asíu, föður eins aðal-
styrktarmanns byggingarinnar. Borðum var komið fvrir á
miðju gólfi. Stór spjöld framan við þau gáfu til kynna heiti
landa, en á sjálfum borðunum voru spjöld með nöfnum
kirk'udeilda og fulltrúa þeirra. Á einum stað gat að líta
merki Islands, þar sem séra Bragi Friðriksson sat. Beggja
vegna aðalfulltrúanna sátu ráðgefandi fulltrúar og áhevrn-
arrulhrúar svo og æskulýðsfulltrúarnir, er sátu í einum
hóni, vinstra megin fremst. Þeir voru nýkomnir af viku-
æskulýðsþingi í Lake Forest, bæ skammt fyrir norðan
C’úcago. Það var eins konar forþing Evanston-þingsins, þar
sem þessir æskumenn fóru yfir efni þingsins sér til glöggv-
unnar og uppbyggingar. Fyrir miðjum sal var stór, hækk-
aður pallur með ræðustóli og sætum fyrir fundarstióra,
ræðumenn, hraðritara og ýmsa leiðtoga þingsins. Upp af
þessum palli var annar pallur. Sátu þar forsetar Ráðsins.
Veggurinn upp af sætum þeirra var þakinn bláu klæði. Þar
í var saumað stórt, hringlaga merki í hvítum lit. I því stend-
ur skrifað orðið „oíkumene“. Það þýðir: „Öll hin bvggða
jörð“. Og í miðju merkinu er skip með kross fyrir siglu. .
Forsetarnir skiptust á um fundarstjórn. Á fyrsta fundin-
um var dr. Marc Boegner í forsæti. Fluttar voru kveðiur frá
háskólanum, en aðalefni samkomunnar voru framsöguræð-