Víðförli - 01.11.1954, Page 38
36
VÍÐFÖRLI
væri að finna. Mér var vel fagnað í heimavist menntaskóla
Valdesa, en þar fékk ég húsaskjól, því að flestir nemend-
urnir, sem þar búa og koma frá Valdesaheimilum hvaðan-
æva af Italíu, voru farnir heim í páskaleyfi. Ráðskona
heimavistarinnar og presturinn í Torre Pellice buðu mig vel-
kominn og kváðust mundu greiða götu mína eftir mætli. Ilef
ég sjaldan lagzt til hvíldar með jafnmikilli eftirvæntingu í
huga og þetta aprílkvöld 1952.
Bii'ta rísandi sólar leiddi sannarlega í ljós nýja, óþekkta
veröld. Sólin skein á snjókolla á tindum hinna háu Alpa,
sem umluktu hinn gróðursæla dal á þrjá vegu. Ávaxtatrén
voru að springa út og skreyttu sig litauðugu blómaskrúði.
H 'sin voru nokkuð á víð og dreif, aðallega á vinstri bakka
árinnar Pellice, innan um trjá- og blómaskrúð. Við aðalgöt-
una, sem ber nafn Beckwiths, velgerðarmanns Valdesa, gat
að líta helztu stofnanir Valdesa, svo sem Valdesahúsið, er
geymir verðmætt safn sjaldgæfra bóka, m.a. rit þýzku sið-
bótarmannanna í frumútgáfum. Þar er líka salur sýnódunnar,
sem kemur árlega saman, og þangað senda söfnuðir Vald-
esa um alla Ítalíu fulltrúa sína. Þá er það kirkjan, sem
dregur athygli gestsins að sér, en rétt hjá henni er prests-
srtrið. Fyrir neðan heimavistina stendur menntaskólinn,
Collegio Valdese, og ofar við götuna eru kennarabústaðirn-
ir. Margar aðrar stofnanir Valdesa eru einnig skammt und-
an, svo sem sjúkrahúsið, og síðast en ekki sízt safnið, sem
geymir marga ómetanlega dýrgripi Valdesa, svo sem sverð
Ar-muds og tréfót Beckwiths, svo að einhverjir séu nefndir.
Eg var svo heppinn að vera í Torre Pellice á messudegi.
Það var skírdagur. Valdesar streymdu til kirkjunnar, og
minnti það mig á kirkjusókn á hátíðum heima á Fróni. Hér
koma allir um það bil samtímis, eins og siður er heima, en
í rómversk kaþólskum kirkjum er fólk alltaf að koma og