Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 101
ALÞJÓÐLEGT KIRKJUÞING AÐ EVANSTON
99
munu líða undir lok, en mín orð munu ekki undir lok líða.
Mun starf vort bera árangur? Vér stöndum gagnvart
nýrri heiðni, manninum, sem var kristinn. Hann hlaut frelsi,
en hann yfirgaf Krist, og þá virðist þetta frelsi ætla að leiða
hann til hræðilegrar eyðingar. Kirkjan verður að ganga sömu
g."tu og Drottinn hennar í gegnum þjáninguna til dýrðar-
innar. Og dómurinn verður að hefjast á húsi Guðs. Kirkjan,
sem deyr með Kristi, er kirkjan, sem sigrar. Vér vitum
e’:ki, hvaða árangur fagnaðarboðun okkar og barátta fyrir
rét látu þjóðfélagi kann að bera, en vér vitum þó, að starf
vort er ekki árangurslaust í Drottni. Hann, sem ekki þyrmdi
sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví
skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum! Þetta er
von kirkjunnar, og hún verður að kalla heiminn til þessarar
vo-~ar. Gefum Drottni dýrðina og leggjum til hliðar allt, sem
hylur dýrðina fyrir heiminum.
Báðar ræðurnar voru langar, en vegna þeirrar athvgli,
sem þær vöktu, er gerð tilraun til að rekja meginþráð þeirra
hér. I umræðum, sem fram fóru síðar á þinginu, var oft til
þeirra vitnað.
Að kvöldi fyrsta dags þingsins var fulltrúunum boðið til
geysimikils leikvangs inni í Chicago, er nefnist „Soldier’s
Fi^ld“. Haldið var í skrúðgöngu inn á leikvöllinn. Veður
var kyrrt og hlýtt, yndislegt sumarkvöld. 125 þúsundir
manna sátu á áhorfendapöllunum og fylgdust með skrúð-
g"n<?unni, er hún gekk inn á fagurgrænan, upplýstan völl-
inn. Á miðri flötinni var upphækkaður, ávalur pallur, þar
sem forsetarnir, sem fyrstir gengu, tóku sér stöðu, en um
leið skiptist fylkingin, og gekk hvor armur um sig til sæta
si ~na beggja vegna vallarins. Á meðan sungu þúsundirnar
ý'~'sa þekktustu sálma kristninnar. Þesssi kvöldstund verð-
ur ógleymanleg þeim, sem þar voru. Dr. Vessert Hooft