Víðförli - 01.11.1954, Blaðsíða 87
SKÖPUNARSAGA OG SKÖPUNARTRÚ
85
sér einhverja grein fyrir því, hvernig heimurinn hafi orðið
til. Spurningin um orsakauppruna þýðir álíka mikið í af-
sf'ðunni til Guðs eins og sama spurning í afstöðunni til for-
eldris. Það er næsta veigalítill þáttur í sambandi heilbrigðs
mams við móður sína og föður að vita, hvernig hans líf
kviknaði af líkama þeirra. Spurningin um orsakasamhengi
skiotir þar harla litlu. Svipuðu máli gegnir um trúna á
Guð. Sambandið við Guð er ekki samhengi afleiðingar við
oi~s"k, heldur persónulegt samfélag barns við föður, í þakk-
læti, trausti og hlýðni.
Nýja testamentið hefur ekki hnekkt boðskap sköpunar-
s"gunnar, heldur staðfest hann. Það leggur hvergi beinlínis
út af henni, en hún er mjög víða í baksýn þar og löngum
þannig, að hún er heimfærð til hinnar nýju sköpunarsögu,
snm er koma, líf og sigur Jesú Krists. 011 saga, sköpunar-
saga Guðs, þangað til, hjálpræðissagan fyrri, var undirbún-
ingur og fyrirmyndan þess, sem nú var að gerast. Með
komu, dauða og upprisu Krists verða þau hvörf í rás til-
rrunnar, sem tákna algera nýsköpun, svo að nú er full-
komnun sköpunarverksins í augsýn. Allt starf Krists í jarð-
l'finu var sköpunarstarf, hvert kraftaverk hans var leiðrétt-
ing á þeirri röskun, sem hið illa veldur í heimi Guðs, sigur
l óss og lífs yfir myrkri og dauða — Guðs ríki var að nema
land, rvð'a sér til rúms, markmið sköpunarinnar að nálg-
ast (Matt. 12,25nn, sbr. Róm. 8,18nn). Upprisan er hyrn-
kgarsteinn nýrrar tilveru. Jesús er konungur orðinn, Guðs
sigurhetja, er leggja mun alla óvini að velli, síðast dauð-
ann (1. Kor. 15,20nn).
Þessi nýja sköpun og hin fyrri eru órofa heikl, því að
Jesús Kristur er meðalgangari beggja, hann er sköpunar-
orðið, sem allir hlutir eru gjörðir fyrir (Jóh. 1,1—18, 1.
Kor. 8,6, Kól. l,16n, Hebr. 1,2). I Kristi er Skaparinn